Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Page 17
N. Kv.
FRJÁLSIR MENN
. 63
Við stukkum um allan bæinn, ,unz blæddi
Ur berum iljunum. Við æptum til allra, að
hverju við leituðum, unz tungurnar voru
Þurrari en skrælnuð njólablöð. En eggja-
hæna! — Nei, það var óhugsandi....
— Og það leið ekki á löngu, að eggin
hólnuðu, vænti ég? hélt spörvaskyttan á-
fram, raunamædd. Auðvitað hefir ekkert
verið hægt að gera. Eggin kólnuðu auðvit-
• . . . Þau dóu.... öll. . . .
—■ Já, þau dóu, endurtók bóndinn alveg
yfirkominn. — Þau dóu.... Öll.... í
fjögur ár hefi ég þrælað frá morgni til
hvölds, til þess að geta komið fyrir mig
hsensnabúi. Ríkið hefir boðið mér og öðr-
Urn skattfrelsi, ef okkur skyldi lánast að
h°uia upp hænsnabúi. Menn hafa alið upp
hynstofn, sem þolir bæði hitann og kóler-
Una. I ár hafði ég loks reytt saman fyrir út-
Ungunareggjunum. Það voru heilmikil
nuðæfi, þau eru svo dýr. Kannski ekki
yrir ríka menn, en auðæfi fyrir mig....
Kotið er fullt af krökkum.
. Þau eru níu. — Nú dreymdi mig um
Vlnnu handa þeim öllum. Þau áttu að fá
f
Jara til borgarinnar og selja eggin. Við
efðum kannski öll byrjað að lifa eins og
^enn • • • . Eggjahænan reyndist vel og
yggilega. Hún amlaði aðeins af eggjun-
Urn einu sinni á dag eða svo, eins og nátt-
Uran sagði til, annars alls ekki. Og þá
srjáklaði hún aðeins þvert yfir götuna,
ske:
rr-mstu leið. Við stöldruðum stundum
* ’ hara til þess að horfa á hana,þegar hún
raPp þetta, og okkur fannst hún létt í
J0ri eins og prinsessa á skemmtigöngu. —
þ|“ Uu voru aðeins fjórir dagar eftir. — En
jj9 Kernur þessi þorpari og drepur hana.. .
^Sgui mín! Eggin mín!.... En hann,
fi þarna, spörvaskyttan, þjófurinn, sem
lr eyðilagt líf mitt.... hann lá aftur
°=<k í lautu og át hænuna mína — með
Vlðinn upp í loft, bölvaður þrjóturinn.
s-^'hndinn hóf nú aftur upp kveinstafi
1 a- Oðru hvoru grét hann hátt, en þess
á miili svalg hann í sig grátinn og stun-
urnar og þagði. Mér fannst ég verða þess
var á einhvern hátt í myrkrinu, að hann
yrði þá alveg utan við sig og stjarfur. Það
var fyrst æði löngu síðar, að hann hafði
náð sér nokkurn veginn. Eg hrökk við,
þegar hann tók aftur til máls:
— Nú skiljið þér væntanlega, hvers
vegna ég stökk alla leið hingað í gær-
kvöldi. — Það var til þess að hefna mín.
Mér datt fyrst í hug, að bóndinn myndi
hafa lagt hendur á spörvaskyttuna, og því
sæti hann einnig hér, ásamt þessum dólgi
sínum. En það var eins og bóndinn hefði
lesið þessar hugsanir mínar, því að nú
sagði hann:
— En ég gerði honum ekkert. Ég hafði
að vísu upp á honum, en ég sá strax, að
hann var gamall og hrumur, fátækur og
hungraður eins og ég og mínir líkar. Ég
slæ ekki gamalmenni. — Raunar hafði ég
ekki upp á honum, fyrr en hér inni í dýfl-
issunni. Hann hafði þá sjálfur farið til
borgarstjórans og beiðst gistingar. Og
borgarstjórinn hafði tekið honum með
vináttu og gestrisni — og sett hann inn.
— Borgarstjórinn er góður maður,
'sagði spörvaskyttan allt í einu. — Mjög
góður, þótt hann sé strangur.
— Taktu ekki frammí fyrir mér, sagði
bóndinn. — Lofaðu mér að ljúka við sög-
una. Nú jæja. Hvað gerði ég svo? Ég
skýrði borgarstjóranum frá því, hvernig í
öllu lá. Hann kenndi í brjósti um mig.
Hann skildi allt. Og svo sagði hann: Eg
get ekki varpað þjófnum í fangelsi, þar
sem hann er þegar þangað kominn. Ég get
heldur ekki hýtt hann, því að hann er gam-
almenni. Það eina, sem ég get gert, er því
að tilkynna honum, að hann sé ekki leng-
ur frjáls maður í fangelsi, heldur fangí.
Svo gekk borgmeistarinn hingað, lauk upp
klefahurðinni, gekk inn í klefann og æpti
til öldungsins, að hann skyldi ekki ímynda
sér, að hann gisti hér sem gestur, hann