Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Page 21
N. Kv.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
67
„Við erum umkringdir“, mælti hann
Wjóðlega, „rauðskinnamir virðast ekki enn
hafa komið auga á okkur, en innan
skamms munum við lenda í gildrunni, og
Þá er okkar að taka mannlega á móti“.
Zurdo, sem kvaldist af sárum sínum,
stundi hátt.
„Þegiðu!“ hvæsti Banderas, „ætlarðu að
steypa sjálfum þér og okkur í glötun?“
En Zurdo virtist ekki skynja neitt af því,
Sem fram fór í kringum hann. Hann var
°furseldur martröð hitasóttarinnar og
Þrotlausum kvölum og barst lítt af. Hann
barmaði sér sáran, þótt hershöfðinginn
reyndi með bölbænum sínum að þagga
’iiður í honum.
Nú heyrðist skrjáfa í liminu skammt
*rá. Þóttust þeir félagar þá vita, að rauð-
skinnarnir væru komnir á spor þeirra og
^Undu fyrr en varði gera atlögu að þeim.
»Nú er aðeins eitt að gera“, mælti Gom-
„Við verðum að yfirgefa hestana. Og
P®r sem við getum ekki, hvort sem er,
jargað Zurdo, verðum við að ofurselja
bann örlögum sínum.
^eir félagar tóku hnakkbyssur sínar og
renndu sér hljóðlega af hestbaki. Síðan
rxðu þeir á f jórum fótum að risatré, sem
stóð þar j grendinni, og földu sig í skjóli
Pess. Þaðan gátu þeir séð til hestanna.
Unilar þeirfa stóð hreyfingarlaus með
Urdo stynjandi á baki sér. Það var eins
°§ hann biði húsbónda síns.
Nokkru síðar sáu þeir félagar, að skóg-
frliminu var bægt hljóðlega til hliðar og
,ndíánaandlit kom í ljós. Þegar indíáninn
n Zurdo 0g hestana, rak hann upp lágt
, J0°; Spruttu þá sex indíánar fram úr
\u,nu og slóu hring um hestana.
exr ráku upp undrunaróp, þegar þeir
Ungan annan en Zurdo. Þeir báru sam-
rað sín nokkra stund, síðan tóku tveir
s eirra Zurdo af hestbaki, báru hann milli
Um n^Ut U fijótsbakkann og fleygðu hon-
ut í straumiðuna. Næstum samstundis
kvað við kynlegt brakhljóð og skvamp ut'-
an af fljótinu.
Banderas og Gomez náfölnuðu. Þeir
voru nógu kunnugir á þessum slóðum til
að renna grund í, hvað gerzt hafði: Krókó-
díll hafði hremmt bráð sína og klippt
veslings Zurdo sundur í miðju.
Þeir félagar gerðu tilraun til að nálgast
fljótið, skríðandi á fjórum fótum. Ferðin
gekk seint. Þeir urðu að smá stanza, til
þess að hlusta. Annað veifið kváðu við lág
hljóðmerki, sem indíánarnir inni í skógar-
þykkninu gáfu hverjir öðrum. Skrjáf í
greinum og laufi gaf til kynna, að þeir
væru ekki langt undan.
Eftir því sem flóttamennirnir nálguðst
meira fljótsbakkann, því ákafar hröðuðu
þeir för sinni. Og á endanum komust þeir
alla leið. Bakkinn var þar allbrattur og
vaxinn hávöxnum fenjagróðri. I skjóli
hans hugðust þeir mundu geta komizt
óséðir lengra áleiðis, þangað til þeir rækj-
ust á einhvern þann farkost, sem verða
mætti þeim til bjargar. Gomez bjóst við,
að þeir mundu finna bát nokkru ofar, en
þegar þangað kom, var enginn bátur sjáan-
legur. Indíánarnir hlutu að hafa fundið
hann og haft hann á brott með sér. Þessi
uppgötvun olli þeim sárum vonbrigðum,
ogt Banderas mælti stundarhátt:
„Nú eru öll sund lokuð; eg kemst ekki
lengra“.
Gomez gengdi því engu, en kastaði sér
til jarðar og dró hershöfðingjann með sér.
Þeir heyrðu skrjáfa í greinum rétt hjá sér,
og samtímis kom einn rauðskinnanna fram
á fljótsbakkann.
Þeir félagar leyndust sem bezt þeir gátu
í sefgresinu. En áður en indíáninn gat veitt
umhverfinu nánari athygli, kvað við merki
innan úr skóginum. Hvarf hann þá jafn-
skjótt á braut.
Enn um hríð þokuðust þeir félagar
áfram. En fyrr en varði stanzaði Gomez
og einblíndi fram undan sér. Hershöfðing-
9*