Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 24
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv,-
70
boðaði ógn og voða. Á þessu augnabliki
hræddust þeir meira Apacha-indíánana
en öll villidýr frumskógarins. Þeir máttu
hafa sig alla við að halda réttri stefnu, því
að skógurinn var þéttur og enn hálfrokk-
ínn.
Þegar þeir höfðu gengið nokkra stund
í stóran sveig, komu þeir aftur að fljótinu,
skammt frá víkinni. Og er þeir með varúð
nálguðust bátinn, sáu þeir á öllu, að indx-
ánarnir voru nýfarnir, og höfðu bersýni-
lega rakið spor þeirra félaga inn í skóginri.
En rétt í því, að þeir ætluðu að yfirgefa
runnann, sem þeir höfðu leynzt í, heyrðu
þeir innan úr skóginum kynlegt hljóð, sem
kom þeim til að hætta við áform sitt. Var
það líkast því sem heyrist, er vel skotinn
tígur byltist til jarðar. Nokkrum sinnum
heyrðu þeir sama hljóðið með stuttu milli-
bili.
Óttaslegnir stóðu þeir kyrrir í sömu
sporum, án þess að geta afráðið, hvað gera
skyldi, hvort þeir ættu að gera tilraun til
að komast í bátinn eða vera kyrrir fyrst
um sinn og bíða þess, sem verða vildi. Þeir
tóku síðari kostinn, þar sem þeim var ljóst,
að nokkur stund hlyti að líða, þangað til
indíánarnir gætu komið aft-ur.
Allt var kyrrt í skóginum. Hægur morg-
unandvari rak þokuna smám saman burt.
Fljótið varð nú sýnilegt framundan og yfir
krónum trjánna grillti í heiðan himin.
Allt í einu kvað við tryllingslegur hlátur
innan úr skóginum handan við víkina, og
kallað var hrjúfri, ógnandi röddu:
„Uppskeran verður mikil! Kornskurðar-
maðurinn hefir nóg að gera!“
„Við erum glataðir!“ stundi Banderas.
„Indíánarnir geta verið hér á hverri
stundu,“ svaraði Gomez.
Þeim félögum var nú ógnað úr tveim
áttum, en hver stundin leið svo af annari,
að ekkert heyrðist til indíánanna.
„Hér er þögult sem í dauðra manna
gröf,“ mælti Gomez. „Eigum við ekki að
vita, hvort við verðum nokkurs vísari niðri
við víkina?“
„Ef þér sýnist svo,“ sagði Banderas,
„sjálfur hefi ég litla löngun til að komast
í nýja hættu.“
„En hér getum við ekki verið öllu leng-
ur. Við ættum því að sæta lagi að komast
burt, áður en indíánarnir koma.“
„Þú ræður, hvað þú gerir.“
Gómez sveigði greinarnar til hliðar og
læddist fram úr fylgsni sínu. Hann skimaði
í allar áttir og sannfærðist fljótlega um, að
enginn maður var sjáanlegur í grenndinni.
Forvitnin, sem nú var jafnvel óttanum
yfirsterkari, rak hann inn á slóð þeirra frá
því fyrr um morguninn. En ekki hafði
hann farið nema örskamman spöl, er hann
hrökklaðist óttasleginn til baka. Það sem
bar fyrir augu hans, fékk hann næstum því
til að æpa af skelfingu: Indíánarnir sjö, er
elt höfðu þá félaga um nóttina og morgun-
inn, lágu allir dauðir inni í skógarþykkn-
inu — hver við annars hlið. Þessi sjón
minnti Gomez á atburðinn í Kirkjuhell-
inum, og þegar hann kom til félaga síns,
gat hann fyrst í stað aðeins tautað: „Blóð-
sugan.“
Þegar hann hafði skýrt Banderas frá því
sem fyrir hann hafði borið, og sýnt honum
verksummerkin, mælti hershöfðinginn:
„Ekki verður annað séð en að hatur
Blóðsugunnar hafi losað okkur við ofsókn-
armenn okkar. Við mættum því vera henni
þakklátir.“
„Eigum við ekki að fara út í bátinn?“
spurði Gomez.
„Jú, við verðum að reyna.“
„Áfram þá!“ mælti Gomez. Hann bægði
greinunum til hliðar og þaut af stað niður
að fljótinu. Banderas fylgdi honum á hæla-
Þegar þeir komu á árbakkann, lá eikjan
þar, sem þeir höfðu skilið við hana.
Gomez leysti í snatri kaðalinn, sem bát-
ur indíánanna var bundinn með og reirði