Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Síða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Síða 25
Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 71 hann fastan við þeirra eiginn bát. Síðan settust þeir undir árar og reru út úr víkinni. „Ég hygg, að okkur sé nú borgið," mælti Éanderas, þegar þeir voru komnir út á fijótið. „Já, ef við látum ekki berast undan straumnum lengra niður eftir.“ >,Hvaða hættur gætu svo sem beðið °kkar lengra niður með fljótinu?“ „Þar er hacienda del Rodriguez, og eftir því, sem okkur gat skilizt á Zurdo, þá er kaciendan nú þegar á valdi Indíánanna, e®a að öðrum kosti umsetin af þeim, einnig fljótsmegin.“ Banderas bliknaði. „I nafni allra heilagra! Á það kannske að verða hlutskipti minnar yndislegu Do- Iores að lenda í greipum þessara illræðis- ^anna?" „Og hvað þá?“ mælti Gomez og yppti óxlum. „Myndum við geta hindrað það á ■^kkurn hátt? En verið rólegir. Haciendan er ramgjör bygging og verður varla tekin fyrirhafnarlaust, svo að ekki ér vonlaust Urn, að við getum náð þangað í tæka tíð. þó okkur tækist það ekki, þá er samt ^111 áður engin ástæða til þess að örvænta. auðskinnar kunna vel að meta kvenlegan ^ndisþokka og hinni fögru Donnu Dolores 1X11111 vafalaust vera ætlað æðra hlutskipti ^ að falla fyrir morðkutum böðla sinna. 1Ssulega mun einhver höfðingi Indíán- 9riIla hreppa hnossið.“ „A hvern hátt getum við komið íbúum aciendunnar til hjálpar?" mælti hershöfð- lnginn örvinglaður. „Til næsta bæjar, Ari- sPe, eru hundruð mílna.“ „Einmitt þess vegna verðum við að 0a á móti straumnum — upp fljótið. ammt frá Coloradofljótinu liggur hin n^ja mikið umrædda gullnáma, Placer ^arranko. Þangað er dagleið að fara. Zur- ° hefir sagt ag kópur Gambusinoa s a 1 Setzt þar að, þar á meðal kafarinn Ma- an°- h’ann mann þurfum við að finna.“ „Hver er Masano?“ „Það er geðríkur ofurhugi, metorðagjam og ófyrirleitinn. Hann er jötunn að afli, snarráður og hygginn. Vegna þessara eigin- leika sinna er hann víðkunnur meðal allra gullleitarmanna.“ „Og hvaða hlutverk hefir þú ætlað þess- um manni?“ „Berið þér ekki frelsun haciendunnar enn fyrir brjósti? Masano einum er treyst- andi til þess að útvega þann mannafla, sem nauðsynlegur er meðal gullfara og flökku- lýðs. Ætlið þér að láta ógnanir Blóðsug- unnar aftra yður frá að sækja gullið í Gim- steinadalinn? Masano kafari mun sannar- lega ekki láta neinar sjónhverfingar blekkja sig. En sagt er, að • hann muni að jafnaði vilja hafa nokkuð fyrir snúð sinn. En mundi ekki sá greiði, ér hann gæti gert yður vera verður nokkurra fórna?“ Barderas átti sýnilega í harðri baráttu við sjálfan sig. I hans augum var Masano miskunnarlaus þorpari og fjárglæframaður, sem illa væri trúandi til að vinna nokkru þýðingarmiklu máli gagn, nema með ofurkjörum. Bander- as gat vel hugsað sér þann möguleika, að þessi væntanlegi félagi þeirra færi að síð- ustu með bezta hlutinn frá borði — bæði Donnu Dolores og fjársjóði Gimsteinadals- ins. En vitundin um eigin vanmátt réði að lokum ákvörðun hans. „Við skulum þá halda til Placer Barran- ko.“ „Ágætt!“ mælti Gomez, „en við skulum áður losa okkur við þennan fylgifisk okk- ar.“ Að svo mæltu skar hann á kaðalinn, sem tengdi bátana saman. Stærri báturinn breytti þegar um stefnu og rak í suðurátt. En þeir félagar héldu sig á miðju fljótsins og hurfu innan skamms í norðurátt. Rúben úrasala var ekki rótt innan-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.