Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 26
72 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv- brjósts, þótt svo virtist, meðan Don Jaime, Banderas og þjónninn voru hjá honum í klefanum. Þegar þeir höfðu yfirgefið fang- elsið ,hvarf kæruleysissvipurinn af andliti hans, en í staðinn kom þóttafull einbeitni og kold alvara. „Ég hefi lent hér í þökkalegri sjálf- heldu,“ tautaði hann við sjálfan sig, „ef eg aðeins vissi með hvaða hætti ég get slopp- ið úr þessari óþverraholu. Undir slíkum kringumstæðum getur jafnvel jafn frið- samur umferðasali, eins og ég, freistast til mótstöðu“. Hann sat lengi hugsandi. „Eg var ákveðinn í að segja hinum unga manni allt, sem eg vissi, en nú hefi eg fallið frá þeirri ákvörðun. — Rauðskinninn, sem morðið framdi, og aðstoðarmenn hans, munu vissulega fá sinn dóm áður lýkur“. Allt í einu fór hundur hans að urra og spratt á fætur. „Gamli, tryggi Kosta“, mælti umferða- salinn og klappaði vini sínum, „er hér hvergi nein smuga, sem hægt er að komast út um? Leitaðu og vittu, hvers þú verður áskynja. Þú hefir svo oft áður gert mér greiða“. Hundurinn virtist skilja húsbónda sinn, því að hann rak upp lágt gelt og byrjaði síðan að hlaupa snuðrandi framogafturum klefagólfið. Nokkur stund leið. Að síðustu stanzaði hann á miðju gólfinu og byrjaði síðan að hlaupa snuðrandi fram og aftur um klefagólfið og tók að krafsa í ábreið- una, sem huldi mestallt gólfið. „Nú, skyldir þú hafa fundið eitthvað?" Ruben kraup á kné og athugaði ábreið- una gaumgæfilega, en hann sá ekkert at- hyglivert og settist því aftur í sæti sitt. „Kosta, ertu að leika á mig, gamlan vin þinn og ferðafélaga?" En hundurinn hélt áfram snuðri sínu. Ruben datt þá í hug, að verið gæti, að eitt- hvað dyldist undir ábreiðunni, sem dregið hefði að sér athygli hundsins. Hann reis aftur á fætur, gekk yfir að veggnum og lyfti þar upp ábreiðunni. Kom þá í ljós, honum til mikillar-undrunar, hleri í gólf- inu miðju. Ruben opnaði hann þegar, en niður var aðeins myrkur að sjá. Eftir að hafa starað nokkra stund niður í myrkrið, komst hann að þeirri niðurstöðu, að vatn væri á botni þessa kjalara og við nánari athugun sá hann, að bátur var þar og í botni hans hvítur strangi, líkur manns- líkama að lögun. „Þennan dularfulla felustað skal eg rannsaka,“ mælti hann og byrjaði gætilega að þreifa sig niður grannan kaðalstiga, sem hékk af barmi uppgöngunnar niður í myrkrið. Þegar hann var kominn niður í bátinn og hafði vanizt myrkrinu betur, sá hann sér til mikillar gleði, að kjallari þessi var grafinn undir bakka Coloradofljótsins, og að fljótið streymdi fram hjá nokkrum föðmum utar með lágum niði. „Við erum frjálsir, Kosta!“ kallaði hann upp til hundsins. „Bráðum komumst við aftur út í hinn græna skóg“. Athygli úrasalans beindist nú að strang- anum, sem í bátnum var, og sem líktist mest múmíu í egypzkum pyramída. Við nánari skoðun fann hann hvítt blað, sem fest var við stranga þennan. Hann gerði tilraun til að lesa það, sem á því stóð, en árangurslaust. Til þess var birtan of lítil þarna niðri. Hann klifraði því aftur upp stigann. Þegar upp var komið las hann það sem á miðanum stóð. Var það á þessa leið: „Ef dauða minn skyldi bera skyndilega að, og mér ekki gefast tími til að segja börnum mínum frá þessu fylgsni, þá eru mestar líkur til að það líði mörg ár, þang- að til að það finnst. Ef börnin mín finna það, þá ber þeim að virða þennan stað, sem hefir að geyma jarðneskar leifar móð- ur þeirra. Því lík það, sem hér hvílir i bátnum er lík minnar heittelskuðu og syrgðu eiginkonu, Maríu. Við dauða

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.