Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 27
Kv.
73
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
hennar gat eg ekki hugsað til þess að
sökkva líkama hennar í hina köldu, svörtu
^old, þess vegna smurði eg hann og flutti
siðan um svarta nótt hingað í bátinn. Eng-
lnn vissi um þetta, nema kapillán haciend-
Unnar, faðir. Matteo. Með honum hefi eg
°ft beðið fyrir henni, sem var mín eina
gleði hér á jörðunni, en þó hefi eg oftar
beðið einn.Einhverju sinni skal hún,ef unnt
verður, fá að hvíla í sömu gröf og eg, svo
að duft okkar geti blandast saman, á sama
hátt og við vorum einn líkami og ein sál í
Ufanda lífi.
Gonsalvo Rodriquez“.
Urasalinn starði lengi þögull og sorg-
bitinn á bréfið. Hann draup höfði og nokk-
Ur tár hrundu niður kinnar hans.
Var það efni bréfsins, sem hafði slík
áhrif á hann? Að nokkru leyti var því
Þann veg háttað, en þó var það fyrst og
fretnst rithöndin á því, sem olli honum
hryggðar og heilabrota. Skriftin var frekar
sfór og þróttmikil. Drættirnir voru per-
s°nulegir og dregnir af slíku listfengi, að
Ver sá, sem einu sinni sá þá, gleymdi þeim
^plega aftur. Það voru þessir drættir
shriftarinnar, sem vöktu hjá úrasalanum
nlfgleymda endurminningu.
Hann las bréfið aftur og aftur og taut-
a r fyrir munni sér:
»Kynlegt er, hvað þessi skrift minnir
mikið á. . . .“
Uann lauk ekki setningunni, því að í
Semu andrá tók Kosta til að urra og þaut
fangelsisdyranna.
»Hvað er þetta, gamli?“ sagði Ruben og
^ekk að dyrunum.
Uegnum opið á hurðinni sá hiann út í
?arðinn. Veitti hann þá athygli manni, sem
"^st meðfram húsveggnum. Var hann
lndíánaboga í hendi og mjög flótta-
eSur á. svipinn.
Kuben þekkti strax, að þetta var Bande-
°g gat sér til um, hvað hann hefði í
ras
hyggju,
því að svipur hershöfðingjans
leyndi því ekki, að hann bjó yfir einhverj-
um illum ásetningi.
„Hann mun ætla að finna mig í fjöru“,
tautaði hann, „sennilega óttast hann, að eg
muni geta borið vitni á móti honum, um
það er lýkur. Eg verð að flýja tafarlaust.
En vera má, að fundum okkar eigi eftir að
bera saman, þó síðar verði, og þá munum
við eiga kost á að gera upp reikningana.
Eg mun aldrei ata hendur mínar í blóði
slíks þorpara, en hitti eg fyrir þann dóm-
ara, er virðir að nokkru lög og rétt, þá skal
þessi mannhundur fá makleg málagjöld".
Að svo mæltu tók hann hundinn á herð-
ar sér og snaraðist niður í bátinn. Vöru-
kassa sínum hélt hann á í hendinni. Þegar
hann hafði losað sig við hvort tveggja, fór
hann aftur upp í stigann, hagræddi gólf-
ábreiðunni þannig, að hún félli sem eðli-
legast yfir hlerann, þegar honum væri lok-
að. Síðan skellti hann honum aftur á eft-
ir sér.
Þetta skeði rétt áður en Banderas leit
inn í klefann. Umferðasalinn losaði með
göngustaf sínum kaðalstigann af krókum
þeim, sem héldu honum föstum í skörinni
og lét hann falla niður í bátinn, síðan sett-
ist hann undir árar og rer'i í skyndi út úr
jarðhýsinu og fram á sólroðið fljótið. Var
auðséð á öllu, að hann kunni verk sitt vel,
því að báturinn hentist áfram. Er hann var
kominn út í strauminn, skyggndist hann
um, en sá ekkert grunsamlegt.
Því næst sneri hann bátnum upp í
strauminn.
Nokkru ofar með fljótinu, reri hann
upp að bakkanum. Hann festi bátinn við
skógargrein, þar sem lítið bar á honum og
steig í land. Því næst hóf hann líkið á
herðar sér og hélt inn í skóginn. Hundur-
inn þaut snuðrandi á undan honum. Eftir
langa göngu komu þeir að sumachtrénu,
þar sem þeir Zurdo og Santuscho höfðu
falið jarðneskar leifar plantekrueigandans,
kvöldið áður.
10