Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Síða 35
N. Kv.
RU GGUHESTURINN
81
»0g tuttugu — og íjörutíu með þessum
Sem hann vann síðast“.
»Eg er svo alveg hissa!“ sagði Oscar
írmndi.
»Ef Paul býður yður að ganga í félag við
°kkur, þá mundi eg taka því í yðar spor-
um“, sagði Bassett.
Oscar Cresswell hugsaði sig um stund-
arkorn.
»Eg vil sjá peningana“, sagði hann.
Þeir óku heim aftur og vitið menn,
^assett kom með fimmtán hundruð pund
1 seðlum, út í garðhús. Tuttugu punda
y^rasjóðurinn var geymdur hjá Joe Glee,
1 Veðreiðabankanum.
»Þú sér, frændi, það er allt í lagi, þegar
eg er viss! Þá veðjum við öllu, sem við eig-
Um> er það ekki Bassett?"
»Jú, það gerum við, Paul“, sagði Bassett.
»Og hvenær ertu viss? spurði Oscar
rmndi hlæjandi.
»0 -— stundum er eg hár-viss, eins og t.
um Daffodil", sagði Paul, „og stundum
eh eg grun um það; en stundum hefi eg
e^ki einu sinni grun um það, er það ekki
Satt’ Bassett? Þá förum við varlega því að
v'ð töpum oftast“.
»Einmitt það. Og þegar .þú ert viss, eins
°S t. d. um Daffodil, hvað er það þá, sem
§efur þér þessa vissu, drengur minn?“
»Ja — eg veit það ekki“, sagði Paul
Vandræðalega. Eg er bara viss, frændi, það
er aHt og sumt“.
»Það er eins og hann fái það ofan af
lmnum“, sagði Bassett aftur.
»Það mætti segja mér það!“ sagði Oscar
Irmndi.
^n hann gekk í félag við þá. Og þegar
eger-veiðreiðarnar nálguðust, var Paul
um, að Lively Spark mundi vinna,
0 að hann væri sízt líklegur til þess. Paul
rafðist að fá að veðja á hann þúsund
0Undum, Bassett veðjaði fimm hundruð,
Oscar Cresswell tvö hundruð. Lively
Park varð fyrstur, og veðmálið var tíu á
móti einum. Paul hafði grætt tíu þúsund
pund.
„Jú, sjáðu til, eg var alveg viss um að
hann mundi vinna“, sagði hann.
Oscar Cresswell hafði grætt tvö þúsund.
„Heyrðu mig, drengur minn“, sagði
hann, „mér er ekkert um þetta“.
„Það er óþarfi, frændi!“ sagði Paul. „Það
verður kannske langt þangað til eg verð
viss næst“.
„En hvað ætlarðu að gera við pening-
ana?“ spurði Oscar frændi.
„Auðvitað byrjaði eg á því fyrir
mömmu“, sagði Paul. „Hún sagði að hún
væri svo óheppin, af því að pabbi væri
svo óheppinn, svo að eg hélt kannske, að
ef eg yrði heppinn, mundi það hætta að
hvísla“.
„Hvað mundi hætta að hvísla?“
„Húsið okkar! Eg hata hvíslið í húsinu
okkar!“
„Hverju hvíslar það?“
„Ha? — ha?“ — sagði Paul ráðaleysis-
lega, „það veit eg ekki. En það vantar allt-
af peninga, eins og þú veizt, frændi“.
„Já, eg veit það, eg veit það“.
„Þú veizt, að það er alltaf verið að senda
mömmu stefnur, er það ekki, frændi?“
„Jú, því miður“, sagði Oscar frændi.
„Og svo hvíslar húsið, eins og menn, sem
standa fyrir aftan mann og . hlæja að
manni. Það er voðalegt! Eg hélt að ef eg
væri heppinn--------“
„Myndir þú geta látið það hætta að
hvísla“, bætti Oscar frændi við.
Drengurinn horfði á hann, áA þess að
mæla orð frá vörum, og það var ískyggi-
legur, kaldur glampi í stóru, bláu augun-
um.
„Jæja, hvað eigum við þá að gera?“
spurði Oscar frændi.
„Eg kæri mig ekki um, að mamma fái að
vita, að eg sé heppinn", sagði Paul.
„Af hverju ekki?“
11
L