Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 36

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 36
82 RU GGUHESTURINN N. Kv. „Af því að þá mundi eg missa heppn- ina“. „Það held eg nú ekki“. „Já, en — já, en eg vil ekki að mamma fái að vita það!“ sagði Paul með ákefni og titraði röddin. „Jæja, góði minn! Við reynum það þá án þess að hún viti“. Þeim gekk það vel. Paul afhenti frænda sínum, eftir uppástungu hans, fimm þús- und pund, sem fengin voru lögfræðingi fjölskyldunnar í hendur, og sem síðan átti að tilkynna móður Pauls, að fjarskyldur ættingi hefði fengið honum í hendur fimm þúsund pund. Af þessum peningum ætti hún að fá á hverju ári þúsund pund á af- mælisdaginn sinn. „Þá fær hún í afmælisgjöf þúsund pund á ári í fimm ár“, sagði Oscar frændi. „Eg vona að viðbrigðin verði ekki alltof mikil, þegar allt er búið“. Móðir Pauls átti afmæli í nóvember. „Hvíslið“ í húsinu hafði verið verra upp á síðkastið, en nokkru sinni fyrr, og þrátt fyrir heppni sína, gat Paul ekki lokað eyr- unum fyrir því. Hann var mjög eftirvænt- ingafullur eftir að sjá hvaða áhrif bréfið um þúsund pundin hefðu á móður hans. Paul borðaði nú orðið með foreldrum sínum, því að hann var vaxinn upp úr um- hyggju barnfóstrufinar. Móðir hans fór til borgarinnar nærri því á hverjum degi. Hún hafði uppgötvað, að hún hafði gott lag á að teikna kápur og kjóla, og vann nú á laun, á vinnustofu vinkonu sinnar, sem var aðalteiknari fyrir helztu tízkusalana. Hún teiknaði myndir af konum í loðkáp- um og silkikjólum, handa auglýsendum dagblaðanna. Þessi vinkona hennar hafði nokkur þúsund pund í árstekjur, en móðir Pauls hafði aðeins nokkur huhdruð upp úr sínum teikningum, og aftur var hún óá- nægð. Hana langaði svo til að vera fremst á einhverju sviði, en henni tókst það ekki, jafnvel ekki í því að teikna auglýsingar fyrir tízkusala. Hún kom niður til morgunverðar á af- mælisdaginn sinn. Paul horfði á hana á meðan hún las bréfin sín. Hann þekkti bréf lögfræðingsins. Á meðan hún las það kom hörkusvipur á andlitið. Svipurinn í kringum munninn varð kuldalegur og ákveðinn. Hún faldi bréfið undir hinum bréfunum og minntist ekki einu orði á það. „Fékkstu ekkert gott í afmælispóstin- um, mamma?" spurði Paul. „Ekkert sérstakt“, svaraði hun kulda- lega og annars hugar. Hún fór til borgarinnar án þess að segja meira. En seinna um daginn kom Oscar frændi. Hann sagði, að móðir Pauls hefði átt langt viðtal við lögfræðinginn. Hún spurði, hvort hún gæti ekki fengið alla peningana útborgaða í einu, af því að hún væri skuldug. „Hvað finnst þér, frændi?“ spurði Paul- „Eg læt þig einráðan, drengur minn“- „Æ, við skulum þá láta hana hafa það! Við getum grætt meira með hinum pening- unum“, sagði Paul. „Betri er einn fugl í hendi, en tíu á vegg!“ sagði Oscar frændi. „En eg veit, að eg verð viss fyrir Grand National-veiðreiðarnar, eða Lincolnshire, eða þá Derby-veðreiðarnar. Eg veit, að eg verð viss um einhverjar af þessum þrem- ur“, sagði Paul. Oscar Jrændi gaf svo skriflegt samþykki sitt, og móðir Pauls fékk öll fimm þúsund pundin. Þá brá mjög undarlega við. Radd- irnar.í húsinu urðu allt í einu hamslausar, eins og samsöngur froskanna á vorkvöldi- Það var keypt mikið af nýjum húsgögnum, og Paul fékk kennara. Hann átti að fara í Eton-skólann, eins og faðir hans, næsta haust. Húsið var blómum skreytt um vet- urinn, og allar þær dýru lífsvenjur, sem móðir Pauls hafði vanist, blótnguðust nú

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.