Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Síða 37
N. Kv.
RU GGUHESTURINN
X3
nýju. Og þó voru raddirnar allsstaðar í
húsinu, á bak við mímósu- og möndlutrjá-
runnana, á bak við marglit dyra- og
S^uggatjöld; þær æptu í æðisgenginni vit-
firring: „Það verður að útvega meiri pen-
lnga! O-ó-! Það verður að útvega meiri
Peninga! O, núna — núna — núna —
verður að útvega meiri peninga! Miklu
meiri! Miklu meiri!“
Paul var dauðhræddur. Hann las latínu
°i grísku af kappi með kennara sínum. En
iengstum stundum var hann hjá Bassett.
^rand National-hlaupin voru afstaðin.
■^unn hafði ekki verið „viss“, og hafði tap-
a® hundrað pundum. Sumarið fór í hönd.
^nn beið með kvalafullri eftirvæntingu
eftir Lincoln-hlaupunum, en hann var
heldur ekki „viss“ þá, og tapaði fimmtíu
Pnndum. Augun í honum urðu undarlega
vút og starandi, eins og eitthvað væri kom-
að því að springa innra með honum.
»Hugsaðu ekki um þetta! Láttu þetta
ekki á þig fá!“ sagði Oscar frændi hug-
reystandi. En það var eins og drengurinn
eyrði ekki orð hans.
„Eg verð að vita það fyrir Derby-hlaup-
!n! Hg verð að vita það fyrir Derby-hlaup-
m! endurtók barnið í sífellu og það var
rJalasðiskenndur glampi í stóru, bláu
auSunum.
■^tóðir hans sá hvað honum var brugðið.
»Þú hefir gott af því að fara á baðstað
nt við sjó. Viltu ekki heldur fara núna
Stra*, heldur en að bíða? Eg held að það
y^ri betra fyrir þig“, sagði hún og horfði
a hann kvíðafull.
^arnið leit upp með kvíðafullum aug-
Uxn.
, ”Hg get ómögulega farið fyrr en Derby-
nlaupin eru búin, mamma!“
j »Hvers vegna ekki?“ sagði hún þung-
ega yfir þvj ag mæta mótþróa. „Hvers
e§na ekki? Þú getur farið á veðreiðarnar
með Oscar frænda þínum, þó að þú farir
a aðstaðinn núna, ef það er það, sem þú
vilt. Það er engin ástæða til fyrir þig, að
bíða hérna. Annars held eg, að þú sért far-
inn að hugsa fullmikið um þessar veðreið-
ar. Það veit ekki á gott. Mín f jölskylda hef-
ir verið gefin fyrir fjárhættuspil, og þú
skilur það ekki fyrr en þú ert orðinn full-
orðinn, hve miklum skaða það hefir valdið.
Eg neyðist til þess að senda Bassett í
burtu og biðja Oscar frænda að hætta að
tala um veðreiðar við þig, nema þú lofir
mér því, að taka því skynsamlega. Vertu
nú góður drengur, farðu nú og gleymdu
öllum veðreiðum. Þú ert orðinn tauga-
veiklaður af þessu öllu saman!“
„Eg skal gera hvað sem þú vilt, mamma,
ef þú vilt lofa mér því, að senda mig ekki
í burtu, fyrr en eftir Derby-veðreiðarnar“,
sagði Paul.
„Senda þig burtu? Hvaðan? Úr þessu
húsi?“
„Já“, sagði hann og starði á hana.
„Nú ertu skrítinn. Hvað kemur til, að
þér skuli allt í einu þykja svona vænt um
þetta hús? Eg hélt að þér væri alveg sama
um það.
Hann starði á hana án þess að mæla
orð. Hann átti leyndarmál með sjálfum
sér, leyndarmál, sem hann hafði ekki einu
sinni veitt þeim Bassett og Oscar frænda
hlutdeild í.
Móðir hans stóð stundarkorn á báðum
áttum, og sagði svo ólundarlega:
„Jæja þá! Farðu þá ekki fyrr en eftir
veðreiðarnar, fyrst þú endilega vilt það.
En lofaðu mér því að hugsa ekki svona
mikið um veðreiðar; þú verður að tauga- •
veikluðum aumingja á því!“
„Nei, mamma“, sagði Paul annars hug-
ar. „Eg skal ekki hugsa mikið um þær. Þú
þarft ekki að hafa áhyggjur út af því. Það
er alveg óþarfi. Eg myndi ekki gera mér
áhyggjur út af því, ef eg væri í þínum
sporum“.
„Ef eg væri í þínum sporum og þú í
11*