Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 38
84
RU GGUHESTURINN
N. Kv.
mínum“, sagði móðir hans, „þá þætti mér
gaman að vita hvað við ættum að gera.
„En þú veizt það, mamma, að þú þarft
ekki að gera þér neinar áhyggjur, er það
ekki?“ endurtók Paul.
„Mér þætti ákaflega vænt um að vita
það“, sagði hún þreytulega.
„Já en þú getur vitað. Eg á við, þú ættir
að vita, að þú þarft ekki að gera þér neinar
áhyggjur!" sagði hann ákafur.
„Er það já? Þá ætla eg að hugsa um
það“, sagði hún.
Leyndarmál Pauls var nafnlausi tré-
hesturinn. Eftir að hann hafði losnað und-
an eftirliti barnfóstrunnar, hafði hann lát-
ið flytja rugguhestinn inn í svefnherbergið
sitt á efstu hæð í húsinu.
„Þú ert orðinn alltof stór til þess að
leika þér að rugguhesti“, hafði móðir hans
sagt.
„Já, en sjáðu til, mamma, mig langar til
að hafa eitthvert dýr hjá mér, þangað til
eg fæ lifandi hest“, háfði hann svarað.
„Finnst þér hann vera góður félagi?
spurði móðir hans hlæjandi.
„Já, ágætur! Mér finnst svo gott að hafa
hann hjá mér, þegar ég er uppi,“ sagði
Poul.
Og nú stóð hesturinn í svefnherbergi
Pouls, snjáður og tötralegur, en tígulegur
eins og gæðingur, sem stirðnað hefir á
sprettinum.
Derby-hlaupin nálguðust, og með hverj-
um degi varð Poul æstari og eirðarlausari.
Hann heyrði naumast, þegar yrt var á
hann, hann varð æ veiklulegri og það var
annarlegur glampi í augunum. Það kom
oft fyrir, að móðir hans varð skyndilega
gripin af undarlegum kvíða út af honum.
Stundum þegar hann var ekki nálægur,
greip hana skyndilegur kvíði, sem nálgað-
ist angist, og fékk hún þá óstjórnlega löng-
un til að leita hann uppi og fullvissa sig
um, að ekkert væri að honum.
Tveim dögum fyrir veðreiðarnar var
hún í stórri veizlu inni í borginni, þegar
eitt af þessum kvíðaköstum út af drengn-
um hennar — frumburðinum hennar —-
greip hana svo ákaft, að hún gat varla
taiað. Hún barðist gegn þessari kvíðatil-
finningu af öllum mætti, því að hún var
ekki hjál. áarfull. En henni reyndist það
um megn. Hún varð að fara niður og
hringja heim. Barnfóstran var dauðskelk-
uð við það að vera hringd upp um hánótt.
„Eru börnin ekki frísk, Miss Wilmot?“
„Ha, jú, jú, þau eru öll frísk.“
„En Poul? Er hann frískur?"
„Það bar ekkert á honum, þegar hann
fór að hátta. A ég að fara upp að líta eftir
honum?“
„Nei,“ sagði móðir Pouls treglega. „Nei,
þess þarf ekki. Það er allt í lagi. Þér skul-
uð ekki vaka eftir okkur. Við komum ekki
mjög seint heim.“ '
„Það er gott,“ sagði barnfóstran.
Þau hjónin komu akandi heim að hús-
inu um klukkan eitt. Allt var hljótt. Móðir
Pouls fór upp á herbergið sitt og klæddi
sig úr hvítu loðskinnskápunni. Hún hafði
sagt herbergisstúlkunni, að hún þyrfti ekki
að bíða eftir sér. Hún heyrði manninn sinn
niðri blanda sér whisky og sóda.
Svo læddist hún upp í herbergi sonar
síns, rekin áfram á þessum undarlega
kvíða. Hún læddist hljóðlaust eftir gang'
inum. Heyrði hún þrusk einhvers staðar?
Hvað var það?
Hún stóð hreyfingarlaus og stirðnuð
fyrir utan dyrnar og hlustaði. Hún hélt
niðri í sér andanum. Það var þruskkennt
hljóð, en þó hvinkennt og voldugt. Eitt'
hvað stórt, sem var á ofsalegri hreyfingtt-
Hvað var það? Guð minn góður. hvað vaf
það? Hún átti að þekkja það. Hún fann
að hún þekkti hljóðið. Hún vissi hvað þa^
var.
En þó gat hún ekki komið því fyrir sig-
Hún gat ekki sagt hvað það var. Og áfraú1
hélt það látlaust, eins og vitfirring.