Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 43

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 43
N. Kv. FRÁ AUSTFJÖRÐUM TIL EYRARBAKKA 89 ^ienn og skepnur. Þess eru dæmi, að hest- ar hafi ærst af sársaukanum og hlaupið í vatnið. Gegn ófögnuði þessur eru menn varnarlausir. Þau komu niður í Laxárdal um hádegis- blk Þar riðu þau heim að bæ einum, og tók Vel búin kona á móti þeim, getur frú Th. Þess í því sambandi, að húsakynni séu Þetri og fólk betur klætt á Norðurlandi en Austurlandi. Konan veitti þeim þungar atölur fyrir að ferðast þannig með bein- brotið barnið og bauðst til að taka það í fóstur, er frú Th. spurði, hvað þau ættu af Því að gera. í augum frú Th. var það sem ^ðri máttarvöld gripu þar fram í og réðu gerðum þessarar gæðakonu. Hún átti í börðu stríði við sjálfa sig um, hvað gera skyldi, og þótti hvorttveggja ábyrgðar- bluti, að halda áfram með barnið eins og Pað var á sig komið, og að skiljæþað eftir 1 höndum ókunnugra, sem hún vissi ekki ®lnu sinni, hvort kynnu að fara svo með 6lnbrotið, svo aðbarniðyrðiekki örkumla- ^anneskja. Loks flaug henni í hug að sPVrja, hvort þess væri kostur, að hún Veldi þar einnig með barninu, og kvað 0nan það velkomið, og maður hennar Samþykkti það þegar í stað. Leiddi þá kon- lrú Th. inn í lítið herbergi með lok- rekkju, sem. tjölduð var útsaumuðum f®kkjutjöldum, og sagði, að þar gæti hún 10- Einnig sýndi hún henni grjónahálf- nnu, sem unnt væri að eftirláta henni, ng kvað hún nágrannana mundu senda 6nni lömb til slátrunar eftir þörfum og hún matbúið þetta eftir sinni eigin u^u- Frú Th. var enn mjög á báðum átt- le ’ bvort hún ætti að taka þessu vingjarn- skip höfðinglega boði. Henni ægði að Ja við mann sinn og börn og búa alein he 9 aHra ókunnugra. Einkum hraus súrf11* bugur V1ö því að þurfa að búa í bað- ^j0 uuni innan um allt heimafólkið, er vet- gen§i í garð. En umhugsunarfresturinn r stuttur. Samferðafólk hennar rak á eft- ir henni að taka ákvörðun, og er hún leit- aði ráða þess, ráðlögðu flestir henni að halda áfram, þar sem barninu virtist líða vel, en hins vegar ekki orðið ýkja langt til Akureyrar. Þá datt frúnni í hug að láta barnið sjálft ráða og spurði: „Hvort vill Agata litla heldur, verða hér eftir hjá mömmu eða halda áfram með pabba?“' En telpan svaraði: „Agata vill ríða áfram með pabba“. Þar með var það mál útkljáð. Frú- in þakkaði guði úrslitin og hrópaði f jörlega „á bak“, en endurminninguna um hina höfðinglyndu konu í Laxárdalnum og mann hennar, hafa þau Thorlaciushjón geymt með þakklátsömum huga. Þau héldu nú áfram ferð sinni og riðu bæði Laxá og Skjálfandafljót, og gistu um nóttina hjá klausturhaldara nokkrum. Agötu litlu leið illa um nóttina og fékk hún hitaveikisköst hvað eftir annað, aftur leið henni betur næsta dag, nema hún þjáðist mjög af þorsta. Varð móðir hennar því harla fegin, er hún við og við fann nokkur bláber. Undir kveldið sáu þau til Akureyr- ar af Vaðlaheiðarbrún. Hresstust þau mjög við að sjá yfir fjörðinn, kaupstaðinn og skip á höfninni. Nú héldum við í áttina til kaupstaðar- ins, segir frú Th„ en við urðum fyrst að ríða inn með firðinum og inn fyrir fjarðar- botninn. Undir miðnætti urðu hestarnir lítt viðráðanlegir. Þeir voru svangir og þreyttir, en eltu þó uppi hvern grastopp, sem þeir sáu. Maðurinn minn og klaustur- haldarinn, sem fylgdi okkur þenna dag, riðu við hlið mannsins, sem teymdi undir stúdentinum, til þess að vera til taks, ef eitthvað bæri út af með barnið. Klyfja- hestamir, sem voru trossaðir saman, slitu sig úr lestinni hver af öðrum. Ég reið alltaf seinust, en þegar ég sá hestana, sem báru muni okkar, dreifast í allar áttir, stóðst ég ekki mátið, en stökk af baki, til þess áð hjálpa fylgdarmanninum til að handsama þá. Eftir miðnætti reyndist ókleyft að 12

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.