Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Qupperneq 44

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Qupperneq 44
90 FRÁ AUSTFJÖRÐUM TIL EYRARBAKKA N. Kv halda hestunum lengur saman, svo að okk- ur kom saman um að láta þá eiga sig en hugsa einungis um að komast áfram með börnin. Undir öllum öðrum kringumstæð- um hefði mér þótt þetta hið mesta óráð, en ég sá, að með þessu móti voru fleiri en ella lausir til að hjálpa börnunum yfir vatrtið, en við urðum nefnilega að ríða yfir leirurnar í fjarðarbotninum, til að stytta okkur leið. Eg reið síðust og fór ekki út í fyrr en hitt fólkið var komið hér um bil helming leiðarinnar. Þegar ég var kom- inn nálægt miðja vegu, hristi hestur minn sig, en hann var svangur og því lausgirt á honum. Söðullinn snaraðist og ég hrökk af baki. Þarna stóð ég í vatninu, sem var hest- inum í kvið. Ég stóð grafkyrr og steinþegj- andi þangað til hitt fólkið var komið yfir um. Ég þorði ekki að hrópa á hjálp, því að ég hugði, að þá mundu þau halda að ég væri í hættu stödd, og einhver kynni að sleppa börnunum og fara að vitja um mig- Þegar hitt fólkið kom upp á bakkann, heyri ég, að maðurinn minn spyr: „Hvar er konan mín?“ „Hérna,“ svaraði ég. „Hvar?“ „Úti í miðri ánni.“ Hann og klausturhaldarinn komu þá til mín, og tókst mér að komast á bak úti í vatninu með allmiklum erfiðismunum. Þegar yfir um var komið, var ráðgazt um, hvort við skyldum leita gistingar á næsta bæ, eða fara inn í kaupstaðinn, sem ég kaus heldur, því að ég vissi, að þar myndi sjúka barnið fá betri hvíld. Loks komum við kl. 3 á sunnudagsmorgni til Akureyrar. Á Akureyri dvöldu þau Thorlaciushjón- in um hálfsmánaðar tíma í húsi sem G. Ijaupmaður lánaði þeim. Beinbrot Agötu litlu hafðist vel við, og héldu þáu fyrst, að þau myndu geta tekið barnið með sér, en allir kunningjar þeirra réðu þeim frá því. Enda varð það úr, að H. kaupmaður tók barnið í fóstur eftir tilmælum Stefáns amt-, manns Thorarensens. Kom amtmaður til Akureyrar, til að bjóða þeim sýslumanns- hjónunum út að Möðruvöllum. Kvað hann sér hefði verið ánægja að taka barnið sjálf- ur, svo mikið sem hann ætti Thorlacius- fólkinu, foreldrum Þórðar sýslumanns, að þakka, en almennt var talið að bezt væri að barnið fengi að vera kyrrt á Akureyri. Frú Th. var mjög ánægð með þessa ráð- stöfun, því að hún vissi að barnið var í góð- um höndum. Það fór og svo, að þau sáu ekki þessa dóttur sína aftur meðan þau dvöldu á íslandi. Síðasta kvöldið, er þau dvöldu á Akur- eyri, héldu þau lítilsháttar gestaboð fyrir fjölskyldur þær, sem höfðu sýnt þeim vel- vild og gestrisni. Kom frúnni nú að góðu haldi dálítið af súkkulaði, sem henni hafði verið gefið á Eskifirði áður en hún lagði af stað. Veitti hún gestunum kaffi og súkkulaði ásamt kökum, er hún bakaði, en sýslumaður veitti körlum púns og tóbak í pípur, og leið kvöldið á mjög þægilegan hátt. Frá Akureyri fóru þau fyrsta daginn að- eins að Möðruvöllum í Hörgárdal í heim- boð Stefáns amtmanns. Var þeim tekið þar af hinni mestu rausn. Þar lætur frú Th- þess getið, að Danir geri almennt svo mikl- ar kröfur til veitinga þar, sem þeir komi á Islandi, að Islendingar verði að breyta mjög frá sínum einföldu lifnaðarháttum til þess að fullnægja kröfum þessum. — Möðruvellir þóttu henni fagur staður- Þegar þau lögðu af stað að aflíðandi há- degi næsta dag, hafði amtmaður látið leggja söðul frúarinnar á einn hesta sinna, sem hann gaf henni. Sjálfur fylgdi hann þeim á leið klæddur einkennisbúningi á' samt syni sínum og þjóni. Þórður sýslumaður hafði afráðið að fara suður Kjöl. Héldu þau því þessu næst til Skagafjarðar og komu þangað á öðruh1 degi frá því er þau fóru frá Möðruvöllum I Skagafirði urðu þau veðurteppt einn dag’ því að hellirigning var og Héraðsvötnin 1 foráttu. Þetta var sunnudagur og fóru þalJ

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.