Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 49
n.k^. KVÆÐI Við brjóstin þín köldu og brennheitu stundum Sem barnið þitt jafnan þú annaðist mig, °g alltaf við saman í einingu undum, Því elska ég móður og tigna ég þig. ^oks þegar fjörið og þrótturinn þrýtur, °g þegjandi dauðinn á hurðina knýr, °g aldan að síðustu bátinn minn brýtur, ^átinn, sem áður yar sterkur og nýr. Langt upp í f jöllum við glitskrúð og gróður glaumi og spilling um hásumarnótt, láttu mig blunda við brjóstin þín, móðir, ^lundinum hinzta og svæfðu mig rótt. Eyðist þrekið, ama ský andans þekur spjöldin, æskan rekin útlegð í, ellin tekur völdin. Heims á bárum hérvistar hlaut ég sárin þráu, fjölga árin ævinnar, aukast hárin gráu. Boðar skella í bátinn inn, bráðum fellur knörinn, margt vill hrella huga minn, hörð eru ellikjörin. ^g þegar sólin í sædjúpið líður, °g sofandi náttúran hvílir í ró,' eu kvöldblærinn leikur svo ljúfur og þýður ^ lautir og bala, um engjar og mó, Pu svífur minn andi um laufgræna lundi, er lækirnir hjala við blómskreyttan reit, fjöllin mín kæru sem áður ég undi 0rIítill smali með hjarðir á beit. Gleðin fraus, en ama ár elli taus mér bindur. Nú er hausinn hélugrár, heyrnarlaus og blindur. Engin falleg auðargná á vill karlinn líta, hræddar allar horfa frá, hræðast skallann hvíta. ELLIN. Gamla elli að mér fer, eykur spell á dáðum, asvisvellið er sem gler, á því fell ég bráðum. Aður var ég haldinn hér heimsins snar í gengi, nú sem skar eg orðinn er, ekkert varir lengi. Ellin gallar ævikjör, óðum hallar degi, dauðinn kallar, dvínar fjör, dimmt um alla vegi. ^lseðan stóra mörg vill þjá, Prótgangs óra kenni, herðir skór að hæl og tá, hrukkar bjór á enni. Fyrr ég undi auðs með gná, arma bundum saman. Oft með sprundum átti ég þá unaðsstund og gaman. Oll eru þrotin unaðskjör, enginn hlotinn friður, illa notuð æviför, ástin brotin niður. Lífsins yndi ekkert finn, amalyndi kenni, yfir synd og afglöpin augum blindum renni. Hugarinni helzt því sný heims frá kynningunum, sælu finn þó einatt í endurminningunum.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.