Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Síða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Síða 39
N. Kv. SVEINN SKYTTA 73 boiðið til þess að geta virt þennan einkenni- lega mann betur fyrir sér. Hin frjálsmann- lega og óþ\ ingaða iramkoma lians og hin ófeimnu svör lians voru tvo frábrugðin og stungu svo í stúf við þá auðsveipni, sem Soffía Amalía krafðist og hver hirðmaður sýndi henni. Sveinn var eitthvað um 35 ára gamall í þann mund. Hann var einmitt á því aldurs- skeiði, þegar fríðleiki k'arlmannsins stendur í sem mestum blóma. Hann var einn þeirra fáu manna, sem vekja traust rnanns við fyrstu sýn, og það sem var meira um vert var, að hann brást aldrei þessu trausti, sem menn fengu á honurn við fyrstu kynningu. Konungurinn svaraði: „Þú hefur sannar- lega valið heppilegan tíma til þess að koma með þetta tilboð. Varla nokkurn tímann áður hefur Danmörk haft jafnmikla þörf fyrir aðstoð manna sinna og á þessum þreng- ingartímum. Þess vegna skaltu safna þínu liði saman að nýju og á meðan ekkert betra býðst, þá ætla ég að fela Ólafi Brokkenhuus forustuna fyrir þessum liðsafla, sem finnst hér um slóðir. Þú getur lagt höndina á plóg- ínn með því að reisa þá varnargarða, sem hann samkvæmt vorri skipan á að gera hjá Præstö.“ Sveinn skaut augunum til lénsmannsins, hleypti brúnum og leit upp fyrir sig. „Þú þegir, Sveinn Gönge! Hvernig lízt þér á uppástungu mína?“ „í einlægni sagt ekki vel, minn háttvirti konungur.“ „Og hvers vegna?“ spurði konungurinn forviða. „Er yðar liátign það ekki Ijóst, að sá hest- ur, sem dugar ekki í hernaði, er látinn vinna á heimaökrunum?" „Þú gleymir því, Sveinn Gönge, að það var ég, sem fól lénsmanninum þetta starf, sem þú talar um af svo mikilli lítilsvirð- ingu.“ „Nei, það er einmitt vegna þess að mér er það enn í fersku minni, að ég færist undan að koma nálægt þessu. Sér í lagi þar sem lénsmaðurinn og ég eigum ekki skap sam- an.“ „Já, illdeilur á milli ykkar væri það versta, sem gæti komið fyrir.“ „Nei, það versta, sem gæti hent yðar há- tign, væri að leggja fæð á mig, þar sem ég myndi áreiðanlega sigra lénsmanninn í stríði.“ Hið opinskáa sjálfstraust Sveins kom kon- unginum til að brosa. Hann sagði: „Hvaða starf myndir þú þá kjósa handa þér og þín- um mönnum?" „Yðar hátign lætur lénsmanninn reisa víggarðinn, vegna þess að honurn er tervst- andi til þess, en látið mig og mína menn um vörnina." „Hversu fjölmennu liði hefurðu á að skipa?“ „Á að gizka hundrað." „Svo marga?“ „Já, og enn fleiri, ef við metum okkur á sama máta og Gyldenlöve.“ „Hvað áttu við?“ „Yfirmaður minn hefur sjálfur sagt, að hver okkar væri á borð við þrjá venjulega hermenn. Og ég held, að yðar hátign gæti nokkurn veginn reitt sig á hans mat.“ „Gott og vel,“ sagði konungurinn hlæj- andi um leið og hann sló Svein á öxlina. „Ef það reynist satt, sem þú segir, þá skulum við líka launa þér höfðinglega. Hvar getum við liaft upp á þér, þegar við þurfum á Jrér að halda?“ „Hérna í Jungshöfðahöllinni, ég er ráð- inn hér sem veiðimaður hjá lénsmanninum, og betra starf gæti ég varla kosið mér, nema ef vera skyldi yðar.“ Sveinn kvaddi og kon- ungurinn tók undir kveðju lians með því að kinka til hans kolli. „Segðu mér nokkuð," sagði drottningin við Gabel, „hvaðan eru Jressir Göngekapp- ar ættaðir?“ Hvorki geta þeir verið mjög fjölmennir né sérlega þekktir, þar sem ég hef aldrei heyrt þeirra getið fyiT en í kvöld.“ 10

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.