Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Side 4
162
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
l S K Ó G I N U M.
Þung var þessi ganga,
þrautin nú er unnin,
grýtta leiðin langa
loks á enda runnin.
Dagsins dvína sorgir,
dansa menn og lcika,
inn í bjarka borgir
blindur einn jeg reika.
Sje jeg fjallið fríða
fyrir andans sjónum,
skóg í skjóli hlíða
skreyttan laufakrónum•
Hlœgja grund og hólar
hýr í grœnum skrúða,
glaðir geislar sólar
glitra’ í döggvar úða.
Leikur nú í lyndi
lífið blinduni manni,
alt mjer veitir yndi
inni’ í bjarkar ranni.
Skógarskuggar svala,
skærir geislar ylja,
Ijúfar lindir hjala,
Ijóð sín fuglar Jrylja.
Leikur lauj í blœnum,
Ijóssins drekkur veigar,
ilm úr grösum grœnum
gamall þulur teigar.
Lífsins langri þreytu
lœkning vorið gefur,
cr að hjarta heitu
höndum mig það vefur.
Man jeg minnar œfi
rnargan kaldan vetur,
hjer er alt við hœfi,
hvergi leið mjer belur.
Allar œfistundir
eiga vil jeg heima
viði vænum undir,
vor sumar og dreyma.
Pcill J. Árdal.
FERMINGÁRBAJRm).
Eftir Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Magnús sá, er seinna var nefndur Magn-
ús »Meyjagull«, var gróflega fjörmikill og
kappsamur strákur. En eigi jaótti hann
bókhneigður. Þegar hann var fullra fjórtán
vetra og gekk til prestsins, var hann sama
sem ólæs og kverið kunni hann auðvitað
ekki. Gengu þá margar frásagnir um
heimsku og fávisku Manga. Ein sagan,
sem sögð var af honum og viðskiftum
þeirra síra Jóhannesar sáluga, var á þessa
leið:
Prestur hafði lengi leitast við að skýra