Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Page 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
163
fræðin fyrir honum, og þar eð Mangi hlýddi
auðsveipur á og jankaði svona öðru hvoru,
var prestur farinn að verða nokkuð vongóður
um góðan árangur — áður var hann búinn
að lofa foreldrum stráks að ferma hann, ef
hann skildi fræðin — við meiru gat enginn
búist af honum. — Nú ljet prestur hann
lesa íFaðirvorið« og gekk það vel, þangað
til Magnús kom að orðunum: »vorum
skuldunautunv5, þá þagnaði hann við.
— Nú, nú! sagði prestur dálítið óþolin-
móður. Magnús roðnaði nokkuð við, en
þagði.
— Mikill skelfilegur drjóli ertu, Mangi
minn, erfu búinn að gleyma faðirvorinu?
sagði prestur.
— Ónei, ekki er það nú, svaraði Magnús.
— Nú, haltu þá áfram geyið mitt!
Magnús þagði.
— Hvað er þetta strákur, því iieldurðu
ekki áfram? Prestur tók heldur að byrstast
— Nei, mjer finst það einhvernveginn ekki
eiga við í guðs orði, svaraði Magnús.
— Hvað á ekki við?
— Nú, þetta með nautin!
— Hvaða naut?
— Skuldunautin auðviiað — hvers vegna
má ekki eins vel segja »voruin skuldukún-
um?« — Mjer er svo dauðans illa við bölv-
aða tarfana, bætti Magnús við eins og til
skýringar og leit stórum sakleysislegum al-
vöru-augum á prest. Síra Jóhannes spratt
upp. Magnús brá olnboganum snögg-
lega upp fyrir andlitið af gömlum vana.
En prestur sinti honum ekki. Hann reif
upp hurðina og stikaði út á tún. Gekk
hann þrisvar sinnum hringinn í kringum
kirkjuna. En þá var honum runnin reiðin.
Fór hann þá inn aftur og hjelt áfram að
spyrja börnin eins og ekkert hefði í skorist,
en ekki yrti hann framar á Magnús, fyr en
búið var og börnin fóru að kveða.
— Pú getur nú sagt heima, að jeg geti
ekki fermt þig — þ j e r verður vísað
f r á! sagði prestur um leið og hann tók í
hendina á honum — mundu nú að skila
því.
— Jeg skal reyna að muna það, svaraði
Magnús auðmjúkur og undirleitur.
Daginn eftir kom faðir Magnúsar að
máli við prest. Hann var fremur fátækur
og ómagamaður, en þó vel metinn bóndi í
sveitinni. Bað hann prest að ferma son
sinn. En prestur tók þvert fyrir. Sagði
hann, að eigi mundi vera nema tvent til um
strák: Annaðhvort væri hann svo heimsk-
ur, að honum yrði eigi kent, og mætti þá
reyndar ferma hann »upp á fræðin«, sem
kallað er, eða þá, að hann væri eigi allur
þar sem hann væri sjeður. — Og er það
hugboð mitt, mun hann þá verða viðsjáll
mörgum, mælti hann. Ræddu þeir málið
nokkuð, og samdist það með þeim, að
prestur skyldi taka við Magnúsi og reyna
að troða einhverju í hann, svo að hann
yrði fermdur næsta ár. Reið bóndi heim
eftir það og þótti nú vel skipast eftir því
sem á horfði.
Magnús fór nú á vist með Jóhannesi
presti, og var hann »barinn til bóka« —
það er að segja, hann sat hjá ám prests
um sumarið, og um veturinn bar hann inn
vatn, mokaði fjósið og lærði kverið. Alt
þótti honum þetta fremur erfið verk, en
hið síðasta Ijet honum þó satt að segja
einna verst. Pó voru foreldrar hans von-
góð um, að hann mundi ná fermingu um
vorið, og svo mundi einnig hafa orðið, ef
óhöppin hefðu eigi steðjað að.
Prestur átti dóftur, sem Jórunn hjet, var
hún yngst barna hans og nokkru yngri en
Magnús, voru þau eigi alsendis ólík að
upplagi og urðu því mjög samrýnd. Prest-
ur skifti sjer eigi af því, en konu hans
líkaði eigi betur en vel kærleikar þeir, er
voru með dóttur hennar og smalanum. Var
þó kyrt um sumarið. En er veturinn kom,
ræddi prestkona um við dóttur sína og
kvað henni sæmra að sitja inni við tóvinnu
eða læra hannyrðir, en að standa löngum