Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Síða 12

Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Síða 12
170 NYJAR KVÖLDVÖKUR »Jeg hjelt, að þú drykkir aldrei whisky,« mælti Norvin, sem enn hafði eigi áttað sig á þeirri breytingu, sem orðin var á vini hans. sjeg drekk annars aldrei, jeg þoli það ekki vegna magans; en vínið gerir mig hug- aðan sem ljón.« Donelly kinkaði kolli í viðurkenningar- skyni. Gætið yðar, að missa ekki jafnvæg- ið. Munið »að jeg treysti yður.« Dreux engdist sundur og saman, er hann kyngdi whiskyinu, en augu hans tindruðu, þegar hann sfóð upp til að fara. »Mjer þykir vænt um, að jeg geri verk mín sæmilega,« mælti hann. »Ef eitthvað skyldi koma fyrir mig, þá gætið vel að þessum náunga. Hann hefir ilt í hyggju.« Pegar hann var faiinn, tróð Donelly upp í sig til þess, að byrgja niðri í sjer hlát- urinn. »Hann hefir ilt í hyggju,« át hann eftir með hálfkæfðri rödd. »Hvað viltu gefa mjer?« »Jeg trúi ekki mínum eigin skilningavit- um. Bernie sígur á það. Hver er þessi maður, sem hann eltir?« »Pað er Joe Poggi, sem á búðina. Hann er besti ítalski lögreglumaðurinn, sem jeg á, og jeg sendi hann hingað ef eitthvað skyldi ske. Konan er konan hans — mjög falleg! »Fáráðlingur!« Guð sje oss næstur! Jeg verð að segja Poggi þelta. Jeg verð að segja honum, að hann sje eltur, annars gæti skeð, að hann staðnæmdist einhvern daginn svo skyndilega á götunni, að Bernie ræki sig í bakið á honum og nefbrotn- aði.« Fimtudagskvöldið leið án þess að nokk- uð sjerstakt bæri við. Donelly setti varð- menn við Red Wing Club, en ekkert bar við, sem staðfesti hina leyndardómsfullu aðvörun. Hálfum mánuði síðar, þegar þriðja brjefið kom, var hann nærri búinn að gleyma henni. Virtist honum nú síst ástæða til að trúa hinum ókunna. Brjefið hljóðaði þannig: »Þjer komuð í veg fyrir fyrstu tilraun- ina að myrða yður, en það verður reynt að nýju. Pjer verðið skotinn á lögreglu- stöðinni einhverntíma í næstu viku. Skrif- borðið yðar er út við gluggann, sem snýr fram að götunni. Pað munu alt í einu byrja áflog á götuhorninu ijett hjá og í gauragangi þeim, sem verður, mun morðinginn skjófa á yður utan úr myrkr- inu og komast undan í uppþofinu, er á eftir fer. Virðið eigi aðvörun þessa að vettugi, því að öðrum kosti sver jeg yð- ur, að þjer munuð iðrast þess. Sá, sem veit.« Donelly sýndi Blake brjefið og mælti önuglega: »Þarna sjerðu! Pað er alveg eins og jeg sagði! Þeir eru að reyna að hræða mig burtu!« »Hvað ætlar þú að gera?« »í fyrsta lagi ætla jeg að t'lytja skrifborð- ið, í öðru lagi ætla jeg að reyna að finna brjefritarann. O.ConelI verður látinn rann- saka allar pappírsverslanir á morgun til þess að vita, hvar pappír er seldur með þessu vatnsmerki. Póststjórnin mun gæta næsta brjefs og reyna að komast eftir í hvaða póstkassa brjefið hefir verið lagt.« »Púheldur þá, að fleiri brjef muni koma á eftir ?« »Pað er víst ábyggilegt. Pegar þeir sjá, að búið er að flytja borðið fiá glugganum, halda þeir að þeir sjeu á góðum vegi með að fæla mig burtu, og þeir munu halda á- fram aðvörunum sínum. Gagnvart sumum gæti þetta borið árangur.« Lögreglustjór- inn blótaði hressilega. »Heldurðu ekki að brjefin sjeu frá Pal- ozzo-þrjótunum?« »Nei, enginn þeirra getur skrifað slík brjef. Pau eru frá La Mafia.« »Hvernig má það vera, þar sem hinn q-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.