Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Síða 18
176 NÝjAR KVÓLDVÖKUR um fögnuði sá hann að hún eftir þyngd sinni var tólf dala virði. — Hjer get jeg þó altaf grætt tvo dali, hugsaði hann með sjer og flýtti sjer að telja tíu dali fram á borðið. Verkamaðurinn tók þá til sín, þakkaði fyrir sig og gekk út með ánægjusvip. Rjett á eftir kom annar maður inn til víxl- arans og spurði: — Þektuð þjer manninn, sem seldi yður silfurstöngina? — Nei, svaraði víxlarinn, jeg hefi aldrei sjeð hann áður. — Það er svo, mælti hinn, en jeg þekki dálítið til hans og veit, að hann er ekki allur þar sem hann er sjeður. Nú er það mitt ráð að, þjer rannsakið siifrið, og þykir mjer ekki ótrúlegt, að þjer munuð komast að raun um, að það sje ekki svo mikils virði. Víxlarinn sagaði nú stöngina sundur, og sjer til mikillar skelfingar uppgötvaði hann, að hún var úr blýi að innan, en silfur aðeins hið ytra. — Mjer er kunnugt um, hvar þjer getið náð í refinn, sagði komumaður, og ef þjer viljið gefa mjer einn dal að launum, skal jeg vísa yður á hann. Víxlarinn borgaði strax það sem upp var setf; og hinn fór með honum á eitt af te- húsum borgarinnar. Þar sat nú verkamað- urinn í friði og ró og var að tæma bollann sinn. — Þjófurinn þinn! hrópaði víxlarinn, þú hefir svikið mig og selt rr.jer blý í staðinn fyrir silfur. — Ef það er eins og þjer segið, svaraði verkamaðurinn kurteislega, þá bið jeg marg- faldlega um afsökun. Jeg hefi ekki haft tækifæri til að láta rannsaka silfurstöngina, sem dróðir minn sendi mjer, fanst eigin- lega heldur engin ástæða lil þess, þar sem hann eralþektur heiðursmaður, sem ekki vill vamm sitt vita. En auðvitað tek jeg við slöng inni aflur og þjer fáið yðar tíu dali. Hann kallaoi nú á eiganda te-hússins og bað hann um að vega hina sundursöguðu stöng; og nú sýndi það sig, að hún vóg fyrir tólf dali. — Tólf dalir! hrópaði verkamaðurinn steinhissa — Það er ómögulegt. Bróðir minn sendi mjer aðeins fyrir 10 dali, eins og víxlarinn líka sagði sjálfur, þegar hann keypti stöngina og borgaði mjer hana með tíu dölum. Þetta hlýtur því að vera ein hver önnur stöng, það getur ómögulega verið mín! Um þetta þráttuðu þeir nokkra stund. En málunum lauk svo, að víxlarinn varð að biðjast afsökunar, og þar að auki varð hann að punga út með aðra 10 dali, til þess að komast hjá því að vetða kærður fyrir tilraun til fjársvika. En sagan getur ekki um, hvoit hann liafi látið sjer þetta mótlæti að kenningu verða í viðskiftum sínum framvegis. T i 1 athugunar! Þeir, seni senda riti þessu handrit, eru vinsamlegast beðr.ir að athuga eftirfarandi: Öll handrit verða að vera greinilega skrif- uð og helst ekki nema öðrumegin á blaðið. Nafn höýundar verður að fylgja þeini — og sje um þýðingar að rœða — nafn höfundar og þýðanda, verður ekkert birt nema með undirrituðu nafni, fangamarki eða gerfinafni (signatur) höfundar eða þýðanda. Þegar höfundur cða þýðandi óskar að nota gerfi- nafn, verður liann þó œfinlega að tilkynm, útgefanda eða ritstjóra rjett nafn — Hand- rit, sem ekki eru notuð, verða eigi endur- send, nema sjerstaklega sje um það beðið. Útgefandi og ritstjóri bera enga ábyrgð á aðsendum handritum. Þorsteinn M.Jónsson. Fridrik Ásmundsson Brekkan.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.