Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 25
N. Kv. KÆRLEIKUR, LÍF OG STARF 7 um,því ,,falin er í illspá hverri ósk um hrak- för sýnu verri.“ Svo geta myrkar hugsanir og grimmar efalaust tekið á sig mynd Satans, þær eru eiturörvar, sem enginn veit, hvar lenda helzt, en kunna þó vafalaust bezt við sig í heimahúsum. Hitt er ómaksins vert að renna augunum yfir guðspjöllin til athug- unar og samanburðar á því, sem hér að fráman er sagt. í 13. kap. Jóh. guðspjalls stendur skrifað, meðal annars þetta, 34. v.: „Nýtt boðorð gef ég yður: Þér skuluð elska hver annan, á sama hátt og ég hefi elskað yður. Af því skulu allir þekkja að þér eruð mínir læri- sveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ Og í 14. kap. sama guðspjalls segir svo, 14. v.: „Ef þér biðjið einhvers í mínu nafni mun ég gjöra það.“ 15. v.: Ef þér elskið mig, þá munuð þér halda boðorð mín.“ 21. v.: „Sá sem hefur mín hoðorð og elsk- ar þau, hann er sá, sem elskar mig, en sá sem elskar mig mun vera elskaður af föður mínum og ég mun elska hann og sjálfur birt- ast hönum. I 15. kap. sama guðspjalls stendur skrif- að, 9. v.: „Eins og faðirinn hefur elskað mig, eins hef ég elskað yður, standið stöð- ugir í elsku minni. Ef þér haldið mín boð- orð, þá standið þér stöðugir í elsku minni.“ 12. v.: „Þetta er mitt boðorð, að þér elsk- ið hver annan eins og ég hefi elskað yður.“ 13. v.: „Meiri elsku hefur enginn en þá, að hann leggi líf sitt í sölurnar fyrir vini sína.“ 14. v.: „Þér eruð vinir mínir, ef þér gjör- ið það, sem ég býð yður.“ 17. v.: „Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan.“ Og þetta grundvallaratriði í boðskap Jesús, að mennirnir verði að elskast inn- byrðis —• elska hver annan sem svo skarp- lega er di'egið fram í Jóh. guðspjalli í þess- um tilvitnuðu kapítulum, áréttar guð- spjallamaðurinn síðar í sínu Fyrsta al- menna bréfi á þennan eftirminnanlega hátt: 2. kap., 10. v.: „Sá, sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu, og í hon- um er ekkert er leitt geti hann til falls.“ 11. v.: „En sá, sem hatar bróður sinn, hann er í myrkrinu og lifir í myrkrinu, og veit ekki hvert hann fer.“ 4. kap., 11. v.: „Þér elskaðir, fyrst guð hefur svo elskað oss, þá her oss einnig að elska hver annan.“ 12. v.: „Enginn hefur nokkurn tímann séð guð; ef þér elskið hver annan, þá er guð stöðugur í oss, og kærleikur hans er full- komnaður í oss.“ 3. kap. 11. v.: Því að þetta er sá boð- skapur, sem þér hafið heyrt frá upphafi, að vér skulum elska hver annan.“ 18. v.: „Börnin mín, elskum ekki með orði og ekki heldur með tungu, heldur í verki og sannleika.“ 4. kap., 20. v.: „Ef einhver segir: Eg elska guð, og hatar bróður sinn, sá er lyg- ari; því að sá, sem ekki elskar bróður sinn, sem hann hefur séð, getur ekki elskað guð, sem hann hefur ekki séð. Og þetta boðorð höfum vér frá honum, að sá, sem elskar guð á einnig að elska bróður sinn.“ Það er ekki hægt að draga nokkra aðra ályktun af þeim unnnælum Jóh. guðspjalla- manns, sem vitnað er til hér að framan, en þá, að það er jafn óumflýjanlegt, að ein- staklingurinn elski náunga sinn -— sam- borgara sína, til þess að komast í kærleiks- samfélag við Krist eða guð í himnunum -— eins og það er nauðsynlegt að þekkja staf- rófið, og vera nokkurn veginn læs, til þess að geta lesið góða bók. „Mannást getur helgað starf og hafið,“ fyrst og fremst. Því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.