Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 21
N. Kv. KÆRLEIKUR, LÍF OG STARF 3 laka þær að einhverju leyti til greina, en þjarka um þær með hörku á ekki að eiga sér stað. Á sviði trúmálanna eiga orð Þor- steins einkum við: „Það verður í bók þess svo varlega að skrifa, sem veikur er fæddur og skammt á að lifa.“ Aldirnar, kynslóðirnar hafa átt sína sjá- endur, sína spámenn, bæði eldri og yngri kynslóðir. Þröngsýnin er alltaf glapráð, hún leitast við að slíta trúna úr tengslum við breytnina, starfið, gróðurinn, vöxtinn, fram- þróunina sjálfa. Formælendur fræðimennsk- unnar, sem þóttust hafa allan sannleikann í höndunum, stjökuðu við ljóðskáldunum, sem studdu kristindóminn af djörfung og frjálsmannlegri yfirsýn og höfðu sín himn- esku sambönd. Rétttrúnaðarmenn guðfræð- innar sáu og sjá sjáendur og spámenn í fjar- lægri fortíð, en helzt enga í samtíðinni. íslenzk þjóðskáld 19. og 20. aldar voru óneitanlega sjáendur og í raun og veru spá- menn sinnar tíðar og þjóðar. Mætti þar fyrst til nefna: Bjarjra, Jónas, Matthías, Einar og Davíð. Fegurðin í trú og lífsskoðun ís- lenzkra þjóðskálda er eldstólpi, sem lýsa mun á himni íslenzkra bókmennta um aldir fram. Með allri virðingu fyrir spámönnum ísraels kýs ég heldur að halla höfði mínu að brjósti þjóðskáldanna okkar til þess að finna sál minni svölun og styrk. Hvergi í allri veröldinni er víðsýni og framsýni jafn- lífsnauðsynleg sem á sviði trúar og trúar- bragða. Hvergi hefur skammsýni gert alvar- legra ógagn en þar. Fleiri þjóðskáldin okk- ar bera með réttun öfnin sjáendur og spá- menn, en þau er ég nefndi hér að framan,svo sem Stefán, Þorsteinn, Guðmundur á Sandi og ýms hin yngri skáld. Þorsteinn var illa séður af kirkjunni lengi vel og hefur m'áske seint eða aldrei þekkt af eigin reynd, það sem hún átti bezt. Samt trúði hann á göfgan guð, því hann trúði á sannleikann. Þá trú sína túlkaði hann meðal annars á þessa leið: „Ef þig langar leyndardóma lífsins aff sjá, og biður um þess barnagull og byrjar á Á og lest þar ekkert öfugt gegnum annarra gler, þá skal ég syngja sönginn minn og sitja hjá þér.“ Sannleikurinn var hinn mikli leyndar- dómur. Hann var hugsjón skáldsins og tak- mark, leitin að honum og fundur hans var honum fyrir öllu. Frelsinu og víðsýn- inu varð hann að ráða sjálfur, þau voru segl- in, sem báru bátinn hans hratt og djarflega um kröppu sundin, út á meginhafið breiða. Davíð skáld frá Fagraskógi tekur í sama streng, en þó nokkuð með öðrum hætti. Hann kveður: „Yfir fljót getur einhuga þjóð reist öfluga brú. En enginn skyldi í auðmýkt trúa annarra trú. Minnstu þess að mannheim hyggja menn eins og þú.“ Það þarf sjaldan að segja skáldum til vegar í trúmálunum. Þau þurfa ekki á trú- boðum að halda. Ef þau þyrftu þess, væru þau ekki skáld. Aldirnar hafa sín einkenni, hvert tímabil sínar venjur, tízku og kredd- ur. Hver kynslóð sinn sérkennilega klæðn- að, bæði hversdagsklæði og skartklæði. Bæði skáldin, Þorsteinn og Davíð, bregðast drengilega við ládeyðu og loðmollu trúar- lífsvenjunnar — hvor á sínum stað og tíma. I skuggsjá þessara smákvæða — eða í baksýn þeirra, sjáum við stjörnur nætur- innar hverfa í bjarma dagsins. Báðir benda þeir í þessum Ijóðum sínum á töfrabrot sannleikans í djúpi einfaldleikans. Guð og menn og allt er orðið breytt. Hefðu þessir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.