Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 40
22 MEÐ BJARNDÝR Á HÆLUNUM N. Kv. um ójafnt að vígi. Hann var við beztu heilsu og óskaddaður á limum, en ég var fremur veikburða og með annan handlegginn í um- búðum; bann hafði kjaft og klær, en ég var verjulaus. Enginn tími var til umhugsunar. Eg þaut af stað að snjóbrúnni og æpti: „Björn, björn!“ — og hafði þá litla von um, að til mín heyrðist, því að fáir skipsmanna mundu vera komnir á kreik nema mat- reiðslumaðurinn. Það þarf mikinn flýti til að hafa við birni, hvað þá að hlaupa hann af sér, en hvað um það, þá hef ég farið furðu-hart yfir; ég komst upp brúna og var í þann veginn að sveifla mér inn fyrir borð- stokkinn, þegar ég heyrði hræðilegt öskur rétt við eyrað á mér, og um leið var mér slengt um koll efst á brúnni. „Hvað datt þér í hug, afi, þegar þú lást undir birninum?“ munu barnabörn mín eflaust spyrja. „Eg liélt, börnin góð, að eftir eina eða tvær sek- úndur mundi ég finna tennur bjarnarins læsast inn í hálsinn á mér,“ mundi ég svara. Að líkindum varð mér það til lífs, að ég lá alveg grafkyrr, og þá hefur björninn hald- ið, að bráðin væri sér örugg, enda staldraði hann við. Meðan á því stóð, kom Kobbi aft- ur til skjalanna og ólmaðist og gelti eins og vitlaus væri. Björninn stökk þá í háaloft, en ég notaði tækifærið, þaut á fætur, sveiflaði mér inn fyrir borðstokkinn og æpti: „Björn, björn!“ Á þilfarinu mætti ég þeim Wisting og Sverdrup*, sem heyrt höfðu köll mín, en skildu ekki, hvað á seyði var, en þegar þeir heyrðu, að björn væri á hælum mér, sóttu þeir riffla sína í flýti, og ég skauzt inri í ká- etuna. Þegar þeir Wisting og Sverdrup litu aftur út, var björninn á sama stað og áður, ólmaðist um og þeytti snjónum í allar áttir, auðsjáanlega fokvondur yfir því að liafa orðið af bráð sinni. Wisting gekk hægum * Sverdrup var einn a£ vísindamönnum leiffangursins. skrefum út á snjóbrúna til þess að komast í sem bezt færi, en þá stökk björninn hátt í loft upp og kom niður rétt fyrir framan hann með opinn kjaftinn og froðufellandi af vonzku. Hann hleypti af ■—• en því miður hljóp skotið ekki úr! Þá voru góð ráð dýr og lífið í veði, en Sverdrup rétti Wisting riffil sinn á augabragði — og búmm! Björn- inn tók heljarstökk aftur á bak, slengdist niður á ísinn og lá þar eftir með alla limi upp í loft. Dýrið reyndist vera birna, og fáa faðma úti á ísnujn stóð svo sem fjögra mánaða gamall húnn; Kobbi snaraðist þar geltandi í kringum liann. Við hefðum vel getað náð honum lifandi, en höfðum engin tök á að ala hann ujjp, svo að Sverdrup var falið að leggja hann að velli með skoti. — Þegar allt þetta var um garð gengið, vakn- aði lækniseðlið í Wisting. Hann var dauð- hræddur um, að öxlin á mér og upphand- leggurinn hefðu brotnað að nýju í viður- cigninni við birnuna, enda var ég nokkuð miður mín og kenndi talsverðra eymsla í handleggnum. Þó rættist betur úr en á horfð- ist. Spelkurnar höfðu að vísu gengið nokk- uð úr skorðum, en þó hlíft mér svo vel, að ckki hafði kárnað um brotin. Aftur á móti var úlnliðurinn bólginn og viðkvæmur og hafði auðsjáanlega tognað illa. Aðal- skennndirnar á mér voru þó miklu neðar. Þegar þar var að gætt, gat eriginn vafi á því leikið, að ég hefði lent í bjarnarklóm. Hundskinnskuflinn og hreinskinnsbuxurnar voru rifnar inn í gegn og öðrum megin á sitjandanum voru fjórar djúpar rispur eftir klær birnunnar. Ég varð því enn að leita læknisaðgerða, en þær urðu þó hvorki kvalafullar né langvarandi. Þegar fram á daginn leið og bjartara varð, var farið að aðgæta slóð bjarnanna. Kom þá í ljós, að um morguninn höfðu þau mæðgin legið á bak við íshröngl í nánd við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.