Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 56
frá Menntamálaráðuneytinu
Menntamálaráðuneytið vill hér með brýna fyrir fræðsluráðum og
skólanefndum, að nauðsynlegt er að auglýsa svo snemma að vorinu
sem unnt er þær skólastjóra- og kennarastöður, sem lausar kunna að
vera, þó þannig, að prófum í Kennaraskóla íslands sé lokið nokkru
áður en umsóknarfrestur rennur út, svo að hinum nýju kennurum
gefist kostur á að sækja um störfin. Sé um íþróttakennarastöður að
ræða, skal miða umsóknarfrest við, að prófum í íþróttakennaraskóla
íslands sé lokið áður en umsóknarfrestur rennur út. Ber að senda
fræðslumálastjóra sem allra fyrst á árinu upplýsingar um, hvaða
stöður á að auglýsa og senda honum síðan strax að umsóknarfresti
liðnum tillögu aðila um setningu í störfin. Einnig skal svo fljótt sem
unnt er senda fræðslumálastjóra tillögur um skipun þeim til handa,
sem gegnt hafa skólastjóra- og kennarastöðum sem settir tilskilinn
tíma, en skipa á.
Telur ráðuneytið nauðsyn bera til, að þessi háttur verði upp tekinn,
til þess að komast hjá þeim óþægindum, er því fylgja fyrir alla aðila,
er slík mál berast fræðslumálastjóra og ráðuneyti eigi fyrr en í þann
mund, er skólar eru að heíjast að haustinu, og væntir góðs samstarfs
við alla aðila um að hraða afgieiðslu þessara mála.
Til þess að tryggt sé, að þeir, sem um umsóknir eiga að fjalla fái
strax í hendur nægilegar almennar upplýsingar um umsækjendur,
hefur ráðuneytið látið gera sérstök umsóknareyðublöð, sem verða
fáanleg hjá fræðslumálastjóra, skólanefndum og fræðsluráðum, og
er þess vænzt, að kennarar noti þau eyðublöð undir umsóknir sínar.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ.
GYLFI Þ. GÍSLASON.
Birgir Thorlacius.