Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 29
N.Kv.
BJÖRGUN Á JÓLAKVÖLD
11
stærðum, eða allt frá litlum opnum bátum
til 17 þúsund smálesta skipa. Og svo farsæll
hefur hann verið í skipstjórastarfi sínu,
að hann hefur aldrei misst mann, og engin
alvarleg slys hafa orðið um horð í skipum
hans.
2.
Skal hér sagt frá einni björgun af mörg-
um, sem Eiríkur og menn hans hafa fram-
kvæmt. I sjálfu sér er hún ekki sögulegri en
margar aðrar, að öðru leyti en því, að hún
gerðist á aðfangadag jóla.
Þetta var árið 1937. Þá var Eiríkur með
varðbát, sem „Gautur“ hét, en landhelgis-
gæzlan hafði bát þennan á leigu, og stundaði
hann aðallega gæzlustörf við Vestmanna-
eyjar þennan vetur.
Umræddan aðfangadag var vestan storm-
ur og haugasjór. Flestir hátar héldu snemma
til lands af miðunum til þess að vera komn-
ir í höfn áður en jólahelgin gengi í garð.
Það er löngu orðin venja, að skip leiti hafna
fyrir jólin, ef þau geta með nokkru móti
komið því við og eru ekki í langsiglingum
landa í milli eða á fjarlægum miðum.
Árdegis á aðfangadag héldu þeir á
„Gaut“ áleiðis til Reykjavíkur og hugðust
ná þangað fyrir kvöldið, með því að ílestir
skipverjanna áttu heimili þar. Dagurinn var
stuttur og það dimmdi snemma, enda var
veður þunghúið. I ljósaskiptunum voru þeir
komnir fyrir Reykjanes og sigldu inn fló-
ann í dimmingunni. Blásvartar öldurnar
byltu sér kringum skipið, stefni þess klauf
hárurnar, svo að þær freyddu frá báðum
bógum og salt sælöðrið skvettist inn yfir þil-
farið frá kulborðshlið. Síðla dags voru þeir
komnir inn undir Gróttu og tók þá að bjarma
fyrir ljósunum í Reykjavík eins og geisla-
hjúpur væri yfir horginni, en þegar nær c]ró
greindust Ijósin sundur, eins og þúsund
stjörnur, sem lýstu í skammdegismyrkrinu.
Allir hlökkuðu til heimkomunnar, og að fá
að njóta jólanna meðal vina og vanda-
manna. Það var eins og Ijósadýrð höfuð-
horgarinnar væri að bjóða þá velkomna ut-
an úr myrkrinu á hafinu.
Meðan siglt var inn flóann lá Eiríkur
skipherra og las í bók, en stýrimaður stóð
vakt í hrúnni. Uppi á þili í skipstjóraklef-
anum var móttökutækið. Var það venja
þeirra að hlusta á vissum tímum, en þá
þurfti helzt að hægja gang vélarinnar á
meðan, svo að heyrðist í tækinu. En í þetta
skipti var ekkert dregið af vélinni, þó kom-
ið væri að hlustunartíma, enda voru þeir
að komast í höfn og áttu ekki vön á því, að
neinir hátar væru á sjó þetta kvöld. En allt
í einu heyrir Eiríkur tilkynningu frá loft-
skeytastöðinni í Reykjavík. Hann rýkur
fram úr og leggur við hlustir. Þetta er orð-
sending út af tveim vélbátum frá Höfnum,
sem ókomnir eru að landi, og eru „Gauts“-
menn beðnir að svipast um eftir bátunum
og veita þeim aðstoð ef með þurfi. Síðast
þegar fréttist til bátanna voru þeir úti af
Kirkjuvogi, en þar í grennd voru nú engin
skip, og var því ekki annað til ráða en að
senda „Gaut“ til þess að leita þeirra.
3.
Æðrulaus gengur Eiríkur Kristófersson
til manna sinna, og tjáir þeirn, að breyting
muni verða á jólahaldinu hjá þeim, því að
nú sé tveggja báta saknað og verði þeir að
fara að leita þeirra. Og með sama jafnaðar-
geði hlýða skipverjarnir fyrirmælum skip-
herra síns og ganga möglunarlaust til starfa,
enda þótt þeir hafi verið húnir að hugsa sér
jólahaldið með öðrum hætti.
Þeir snúa skipinu og sigla út flóann og
Ijós höfuðborgarinnar fjarlægjast óðum og
hverfa loks að fullu í sortann, eins og svart