Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 30
12 BJÖRGUN Á JÓLAKVÖLD N.Kv. Varðbáturinn „Gautur“ tjald hafi verið dregið fyrir. Umhverfis byltast öldurnar eins og fyrr, en löðrungar þeirra eru nú þyngri og óvægari en áður, því að nú er sótt á móti veðrinu og aflvél bátsins látin ganga eins og fært þykir. Nú knýr hún bátinn móti nýju marki — ekki inn í ljósadýrð jólanna í höfuðborginni, lieldur út á hafið, þar sem tveir litlir bátar velkjast hjálparlausir í stórsjó og roki. Það fer titringur um bátinn, hrakar í böndum og stögum og hriktir í innviðum hans. Gróttuvitinn er horfinn í sortann og það er sem slokknað hafi á stjörnum himinsins og máninn lýsir ekki heldur. Allt er koldimmt, nema þegar ljóskastari varðbátsins lýsir öðru hvoru út í óendanlegt myrkrið. Lengi kvölds er bátanna leitað á þeim slóðum, þar sem síðast sást til þeirra. Báðir eru þeir ijóslausir og geta ekkert gefið til kynna, hvar þeir séu staddir. En eftir langa leit sjá Gautsmenn bátana í skini ljóskastar- ans, þar sem þeir eru á reki úti af Kirkju- vogi, og er skammt á milli þeirra. Annar báturinn hafði orðið fyrir vélarbilun snemma um daginn og hinn reynt að aðstoða hann og draga hann að landi, en sjálfur orð- ið benzínlaus. Sjólag var vont og stórviðri af vestri. En þrátt fyrir illar aðstðæur tókst uin síðir að koma dráttartaug í bátana, og voru skips- hafnir þeirra síðan teknar um borð í „Gaut“. Var því næst haldið af stað upp undir landið með báða bátana í togi, en svo mikill var sjógangurinn og vestanbrimið að ógerningur var að lenda í Höfnunum eða Sandgerði. Var því siglt áfram inn með landinu og hægði þá nokkuð, en haugasjór var sem áður. Dreif sælöðrið sífellt yfir bátana, og þegar Gautur var staddur með þá fram undan Sandgerði liðaðist fyrri báturinn sundur, fyllti og sökk. Þá var ekki annað að gera en höggva á dráttartaugina, en aftari báturinn slitnaði frá og tók þegar að reka undan veðrinu. , Þegar fyrri báturinn sökk, flutu uppi net og lóðir, sem í honum höfðu verið og rak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.