Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 39
N. Kv. MEÐ BJARNDÝR Á HÆLUNUM 21 lbúar íshafsins. átta að morgni, var óvenjulega fagurt veð- ur. Sólin hafði þá verið í hvarfi í hálfan mánuð, og þó að roðans af henni gætti enn að nokkru, þá var samt svo dimmt, að ekki var unnt að greina neitt nákvæmlega, sem fjarri var.Morgunninn var svo fagur og veðr- ið svo stillt, að ég freistaðist til að taka mér göngu til hressingar út á ísinn. Það hafði ég aldrei gert, síðan ég datt. Ég gekk mjög gætilega niður stóra og þægilega snjóbrú, sem Knudsen* hafði lagt frá horðstokknum niður á ísinn. Ég hefði ekki átt að fara lengra, en þó gerði ég það. Daginn áður hafði verið hlaðinn snjógarð- ur til skjóls kringum skipið, og mig lang- aði til að líta á hann. Mér fannst ég ekki vera neitt óstyrkur eða stirður til gaugs, heldur fær í flestan sjó, en þó varð ég að gæta mín að detta ekki í sköflunum. Allt gekk vel, og ég naut hreina loftsins í skjóli við garðinn, sem lagður var kringum allt skipið. Þá tók ég eftir því, að Kobbi, varð- hundur skipsins, þaut í hendingskasti nið- * Hann var matreiðslumaður á skipinu. ur snjóbrúna fram hjá mér og stefndi á land; hvarf hann mér brátt út í dimmuna. Idugsaði ég sem svo, að einhver hinna hund- anna, sem aRir voru tjóðraðir á landi, mundi hafa losnað úr böndum og Kobbi væri að fara til fundar við hann. Svo heyrði ég hann gelta, og það fannst mér eðlilegt; hundarnir voru vanir að gelta hverjir að öðrum, þegar þeir hittust. En þá barst mér að eyfum hljóð, sem ég kannaðist ekki við og hafði aldrei heyrt úr hundsbarka. Ég sneri mér við frá snjógarðinum og rýndi út í dimmuna í þá átt, sem mér heyrðist hljóðið koma úr. Hundurinn gelti, og hon- um var svarað með þessu hljóði, sem var einna líkast því, þegar hlásið er harkalega á gler til þess að fægja blett af því. Eg þurfti ekki að bíða lengi eftir skýringunni, því að í sömu andrá kom Kobhi þjótandi sem kólfi væri skotið og hjörn á eftir honum. Þegar björninn varð mín var, nam hann staðar, reis á efturfæturna, baðaði framfótunum út og horfði á mig. Kobbi tók það skynsamlega ráð að stökkva upp á snjóbrúna, og það ætl- uðum við líka, björninn og ég. En við stóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.