Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 24
6 KÆRLEIKUR, LÍF OG STARF ■i í líkingum, sú stund kemur, að ég mun ekki tala við yður í líkingum.“ Þess vegna undir- strika ég það af áhuga, sem Davíð skáld kveður: „Enginn skyldi í auðmýkt trúa ann- arra trú,“ og eins það, sem Þorsteinn segir og vilcið er að hér að framan. Barnagull sannrar guðstrúar er hreinleikinn, og fyrsti stafurinn í stafrófi þess er einlægnin. Hver sá, sem leitar samfélags við guð sinn, ein- lægur, sannur, heill og hreinn, honum er engin hætta búin, hvort heldur hann fer veg sálarrannsóknarmanna eða einhverjar aðr- ar leiðir. Ef þú krýpur niður í einveru og þögn með þá þrá í hjarta og bæn í sál, að guð gefi þér það bezta og náunga þínum líka það bezta, sem sál þín og sál hans, hjarta þitt og hjarta hans, getur tekið á móti, og það sé vilji guðs, hlýtur þú að vera á réttri leið. Og gangir þú á sambandsfund — mið- ilsfund •—- með slíku hugarfari og hjarta- lagi, og séu aðrir fundarmenn mættir og miðillinn einnig með þessu hugarfari og hjartalagi, getur ekki hjá því farið, að þú komizt í snertingu við andlega fegurð, and- legan sannleika, himneska fegurð, himnesk- an sannleika. Þá gengur þú inn í musteri andans til þess að gefa og þiggja jöfnum höndum. Þú heimtar ekki neitt og ert engan veginn að leita frétta af framliðnum. Ég hefi aldrei síðan ég var fulltíða mað- ur gengið í kirkju til guðsþjónustu, nema ég hafi haft löngun til þess, haft þörf fyrir það, og ég hefi ævinlega fundið það í kirkjunni, sem ég leitaði að. Eg hefi ævinlega gengið út úr kirkjunni betur búinn undir starfið, sem beið mín, en þegar ég gekk inn í hana. Ég hefi aldrei gengið bónleiður til þeirrar búðar. Jafnframt vil ég leyfa mér að lýsa því yfir, að beztu miðilsfundir, sem ég hefi setið, eru í tilfinningu minni alveg jafngild- ar, góðar, hátíðlegar og unaðsríkar guðs- þjónustur og þær, er ég hefi beztar setið í kirkju Krists, svo ágætir geta miðilsfundir verið. Þegar mikilsfundir eru vandlega und- irbúnir á allan hátt, þroskaður miðill og samstilltir fundargestir leggja þar sitt bezta fram, eru þessir fundir fyrst og fremst göf- ugar og hátíðlegar guðsþjónustur — þetta er sannleikurinn, sem þarf að segja. A öllum þeim miðilsfundum, sem ég hef setið og vandað hefur verið til, er alltaf sama áherzla lögð á grundvallaratriði krist- indómsins: Elskið hver annan. Leiðið hver annan, þá er vegurinn greiðfær og vandinn minni. Styðjið þann smáa, styrkið þann veika, sýnið þeim samúð og ástúð, sem þjást og líða. Slítið aldrei þau bönd, sem þið hafið bundið. Bregðizt aldrei því trausti, sem til ykkar er borið. Trúið á guð og geislana hans, sem gegnumlýsa örlög mannanna, trúið á hann og treystið honum. Framar ber að virð'a guð en menn. Hugleið- ið starf og líf Jesú, leitizt við að feta í fót- spor hans. Leitaðu og rannsakaðu af góð- vild og ástúð, hugleiddu og ályktaðu af elsku og kærleika. Ef þú getur mætt hverju einasta atriði með elsku í huga og kærleika í hjarta, þá verður líf þitt sigurganga upp fjall sannleikans, en aldrei undanhald. Og fyrsta sporið í þessari sigurgöngu er að þrá og óska og vilja; óska, kjósa og vilja öðrum allt það bezta eins og sjálfum sér. lyrst er góðvildin, þá ástúðin og þar fyrir ofan kærleikurinn. Fyrsta lexían er að hugsa aldrei illa til samferðamannsins, tala aldrei illa um náungann, hrinda þeim aldrei, sem í hallanum stendur. Það er engin á- stæða til þess að eltast við firrur og fjar- stæður þeirra, sem leitast við að halda því fram, að djöfullinn og sendisveinar hans séu uppistaðan og ívafið á hinum duldu leiðum. En höfundum þeirra hugarsmíða vil ég vara við slíkri grunnfærni og getsök-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.