Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 37
N. Kv. NUNNAN 19 aldlegar og mannúðlegar skyldur eru viður- kenndar sem ill nauðsyn. Systir Lúkas get- ur ekki gert að því að hún finnur ánægju í þessu nýja lífi; hún ann starfi sínu, hún nýtur þess að geta beitt þekkingu sinni. En slíkt er sjálfselska, segir reglan. Það er syndugur ofmetnaður að gleðjast yfir eigin starfi. „Mundu, að þú ert aðeins verk- færi. Sjálf ertu ekkert,“ hafði abbadísin sagt við hana þegar hún kvaddi hana. En þrátt fyrir allt er veran í Kongó sælu- tíminn í lífi hennar. Starf hennar með Fortunati, yfirlækni spítalans, á hug henn- ar ef til vill meira en leyfilegt er, og kannski ber hún í brjósti til hans aðrar tilfinningar en þær, sem mega eiga rúm í nunnubrjósti. Þegar hún fær boð um að koma heim grípur hana í fyrstu skelfileg innilokunar- kennd. En hún sigrast á henni. Frómleikinn og böndin, sem binda hana reglunni eiga enn sterkust ítök í henni. Og það þarf meira en persónuleg vonbrigði til þess að setja hana upp á móti regitunni. Til þess þarf heimsstyrjöld og hernám föðurlands henn- ar. Hún kynnist livorutvæggja þegar hún er send sem hjúkrunarkona á berklahæli við landamæri Hollands og Belgíu. Fyrstu kynni hennar af þýzkutn hermönnum vekja hjá henni það hatur, sem blundað hefur djúpt með henni frá því hún sem barn sá riddara í dauðsveit Vilhjálms keisara ríða inn í fæðingarbæ sinn. En nunna má ekki liata. Hún má ekki taka afstöðu — nema með Guði. Já, hún má ekki einu sinni láta þá staðreynd raska hugarró sinni, að utan við klausturmúrana geisar styrjöld, að landar liennar eru drepn- ir, sveltir og pyntaðir, að' fjölskylda hennar er í hættu. Klaustrið er og á framvegis að vera friðlýstur heimur án sambands við allt hið illa fyrir utan. Samt er systir Lúkas, áður en hún veit af, orðin virkur þátttakandi í andspyrnuhreyf- ingunni .... Og í skriftastólnum játar hún fyrir prestinum að hún geti ekki upprætt þetta hatur fyrir brjósti sér. Hún biður prestinn um að bera upp þá ósk við kardí- nálann, að hún verði leyst frá klausturheiti sínu. Það er ekki einsdæmi, einkum á stríðs- tímum, að nunnur strjúki úr klaustrum, en það vill hún ekki. Hún vill fara þaðan með fullu samþykki yfirboðara sinna. Það tekur tíma að fá páfaleyfið, en að lokum er hún leyst frá klausturheitinu og henni stjakað hljóðlátlega út í myrkur ver- aldleikans á ný, þaðan sem hún kom inn í Ijósið fyrir sautján árum. Þannig lýkur sautján ára klausturlífi þessarar belgísku stúlku. Amerískur rithöf- undur, Kathryn Hulme, hitti hana í Belgíu eftir stríðið, þar sem báðar störfuðu að mannúðar- og líknarstörfum. Kynni þeirra leiddu til þess að Kathryn Hulme skrifaði hók um veru hennar í klaustrinu. Hér fór hvorttveggja saman: fágætur efniviður og frábærir rithöfundahæfileikar, enda varð útkoman eftir því. Saga nunnunnar hlaut þegar í stað frábærar viðtökur og má segja að hún hafi farið sigurför um öll Vestur- lönd. Klausturlífinu, þessum framandlega heimi, sem öllum öðrum en klausturbúum er lokaður, er lýst af ríkri samúð og djúpum skilningi. En mest af sögunni gerist þó í sál hinnar ungu nunnu. Vafasamt er, að nokk- urn tíma hafi bók opnað lesendum sínum betur sýn inn í mannssál eða farið um hana nærfarnari höndum, en gert er í þessari bók. Það er ánægjulegt, að bók þessi skuli nú vera komin úta á íslenzku. Hún hefur í þýðingunni hlotið afnið „Nunnan“ Þýðand- inn er séra Sveinn Víkingur, en útgefandi Bláfellsútgáfan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.