Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Blaðsíða 20
2
KÆRLEIKUR, LÍF OG STARF
N.Kv.
arjátningar og trúarlærdómur eru hið ófull-
komna, en kærleikurinn og sannleikurinn
hið fullkomna, kenningar og skoðanir verða
hjóm eitt og reykur, þegar kærleikurinn og
sannleikurinn eru orðnir að mannlegri, fé-
lagslegri breytni. Þegar trúartilfinningin er
í sannléika tilfinning fyrir nálægð og hjálp-
ræði Guðs, þá verður þessi tilfinning ekki
skilgreind, ekki metin eða vegin af mann-
legu hyggjuviti, því lífblær hennar er órök-
rænn. Þegar lífsvitund mannsins er vitund
um algæzku Guðs og kærleik Krists, þá er
hún helg og háleit, og friðhelg fyrir fræði-
legri gagnrýni.
Það er mikið fávíslegt, þegar menn með
ákveðnar, en sérstæðar hugmyndir og skoð-
anir þykjast geta sýnt fram á, að trúartil-
finningar, trúarþel og vitundarsamband ann-
ara við æðri tilveru sé ókristilegt og jafn-
vel hættulegt. Bollaleggingar um persónu-
legas.ta og innilegasta trúarlíf náungans
og ádeilur á Guðstrú er ævinlega fjarstæða.
Með öðrum orðurn, þegar maðurinn elskar
og tilbiður Guð sinn í anda og sannleika, þá
er trúarvitund hans, þetta vitundarástand
hafið yfir alla gagnrýni, allar kenningar,
skoðanir og kennisetningar, og það er þetta
háleita vitundarástand mannsins, sem gefur
möguleika til þess, að máttarverk og krafta-
verk gerast. Þetta hugarástand eða vitund-
arástand reyna menn yfirleitt ekki að rök-
ræða, enda ógerlegt að gera fulla grein fyr-
ir því, það er einstaklingsins helgasti dóm-
ur.
Að þessu á trúin, trúarlífið augljóslega
að stefna. Að vera vitundarsamband, kær-
leikur, líf og starf. „Vér lifum í trú, en ekki
í skoðun,“ sagði Páll forðum. Hér er kjarni
málsins falinn í orðunum „vér lifum“ og
merkir raunverulega: vér lifum í samfélagi
við guð, vér lifum í breytni, sem andinn
lífgar. Vér höldum boðorð. Vér gerum vilja
guðs. 011 trúarleg vakning er fólgin í meira
andlegu starfi — betra starfi, fullkomnara
lífi — þessu megum við aldrei gleyma. Og
þetta verður þegar menn elska hver annan.
En boðorð Krists mannkyninu til handa var
þetta: Elskið hver annan og elskið guð, það
er grundvöllur mannlífsins. Guðstrú manns-
ins er algjörlega persónulegt einkamál og
jafnframt helgasta einkamál hans. Það ligg-
ur því í hlutarins eðli, að menn hafa engan
rétt til að fara höndum um þetta hjartans
mál náunga síns, né ganga um þennan helga
reit hans, sízt af öllu á óhreinum skóm.
Hitt er annað mál, ef einhverjir leita eft-
ir eða spyrjast fyrir um hugsjónir, skoðan-
ir og reynslu á sviði trúar og írúmála, í
þeirri von eða í trausti þess, að geta fengið
styrk eða leiðsögn, eða fengið lausn frá
þrautum og þjáningu, þá er einboðið að
taka honum báðum höndum og veita þá að-
stoð, sem geta og kraftar leyfa. En einu
megum við ekki gleyma í því samhandi, að
þeir, sem leita sannleikans í ríki andans,
hversu þjáðir sem þeir kunna að vera, hafa
líka alltaf eitthvað að gefa, og oft mikið.
Trúhneigður maður er alltaf að einhverju
leyti á .réttri leið og alltaf öðru hvoru að
leita að andlegum sannindum, hvað þá sann-
trúaður maður. Og þótt viljinn góði sé veik-
ur og kraftarnir smáir til framþróunarinn-
ar, seinagangur sé á ferðalaginu og fundur-
inn lítill í hverri ferð, er óskynsamlegt og
illa gert af þeim, sem vissir þykjast í sinni
sök, lengra þykjast komnir og betur vita, að
dæma þá hart og dæma þá úr leik. 011 er-
um við upp til hópa seld undir þá sök, að
eiga bara veikan vilja og takmarkað þrek,
einkum þegar þau viðfangsefni liggja fyrir,
að sá í vermireit kærleikans og klæða fjall
sannleikans. Við getum gjarnan látið trúar-
skoðanir okkar í ljós af hógværð og ein-
lægni, ef einhverjir vilja á okkur hlusta og