Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Blaðsíða 7

Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Blaðsíða 7
7 Sigurður í Vigur hafði sent henni að afmælisgjöf. Utan um tannpínuvangann óf hún fagurrauðri haf- gúuslæðu, sem Olafur færði henni á jólunum frá Hannesi. Undir höfðinu hafði hún kodda, sem Björn hafði átt, og venjulega hallað sér á, er hann kom þreyttur af skrifstofunni. Yfir sig breiðir hún lak, sem Sveinn hafði fært henni frá Grey, þegar hann kom úr samningaferðinni. Par ofan á lagði hún helvíti mikla Viðeyjardúnsæng frá Miljónafélags- tímabilinu, sem íslandsbanki hafði sent henni á sum- ardaginn fyrsta. Nú fann gamla konan bankablíðumuninn allra á- þreyfanlegast, því aldrei hafði Landsbankinn vikið henni svo miklu sem títuprjónsvirði. »F*etta þarf ég að launa honum áður en ég dey, þó ekki verði nema með því, að gera það sem ég get tii þess að hann fái aukinn seðlaútgáfurétt frem- ur en Landsbankinn, nízkunabbinn sá arna,« sagði hún. Svo sofnaði hún. Henni leið fyrst illa í svefninum, en svo lagaðist það. Hana tók að dreyma, — dreyma eitthvað svo einkennilega. Fyrst þótti henni hún líða upp háa fjallshlíð þar til hún snerti hana með fætinum, þá hrapaði hún niður með ofsahraða, og fanst þá í sömu svifum að hún vera komin niður á Austur- völl. Hún leit til alþingishússins og sá þá hvar Sig. Eggerz kom út á þinghússvalirnar, og hún sá mikla mannþyrpingu á götunni fyrir neðan, og heyrði að mannfjöldinn hrópaði húrra níu sinnum, og hvarf síðan inn í húsið. Hún varð hálf óttaslegin, fölnaði upp og fanst

x

Tímarit þjóðfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit þjóðfélagsins
https://timarit.is/publication/525

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.