Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Blaðsíða 15
15
! grútarbræðsluskúrar á Pingvöllum og hænsahús á
ís á Reykjavíkurtjörn, lyslihús fyrir þegnskyldurekt-
ora á Öræfajökli, íbúðarhús fyrir þegnskyldunem-
endur á Hveravöllum,'en leikvöllur og gróðrarstöð
á Sprengisandi. En Rjórsárbrú var flutt upp í Von-
arskarð til þæginda fyrir þegnskyldulýðinn. En það
mæltist illa fyrir. Mörg fleiri heillavænleg og til-
komumikil mannvirki voru þá gerð, sem þjóðinni
hafa verið til sóma og blessunar á liðnum árum.
En ýmislegt gerðist líka eins og gerist til óþæg-
inda. Pá fiskaðist ákaflega mikið á Hornafirði, Vest-
manneyjum og við Faxaflóa, og aldrei áður eins
mikil síld á Eyjafirði og Siglufirði. Par voru og
kynleikar miklir og tíðir. Pá fæddust margir miljóna-
mæringar. Pá var mest farið í bifreiðum í Reykja-
vík, en lítið riðið eftir því sem áður gerðist. Rá
var alt dýrt. Sauðákjöt á Akureyri 110 aura, fiskur
á Seyðisfirði 36 aura, mjólk í Reykjavík 25 aura og
egg 20 aura, kol 9 aura, lifur 15 aura pelinn, lýsi
500 kr. tunnan í Noregi. Pá græddi Þorsteinn á
Langanesi. Pá var hvergi borgað minna en króna
um tímann karlmönnum, og kvenfólki sumstaðar
sama og meira fyrir næturvinnu, og drengir fengu
25 aura fyrir tveggja mínútna snúning. Allir græddu
og lifðu í hóglífi og nautnum, og þjóðinni fjölgaði
mjög er á Ieið næsta vetur, svo að slíkt er í minn-
um haft.
»Já, já, segi ég, var ekki von á því,« gall við í
Guddu gömlu út í horni.
Pá var mikið sungið og talað, og þá var mikið
fyllirí. Árið 1912 kom aðflutningsbann, en fyrst
verulega í gildi 1915. Pá rifust þeir mikið á alþingi