Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Blaðsíða 14

Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Blaðsíða 14
14 skjalasafninu. Hann lifir alla skjalaverði. Petta ár keyptu Englendingar síld af íslendingum, en höfðu ekki brúk fyrir hana alla og seldu Svfum. Pá klypptu allir Englendingar keisaraskegg sitt (þ. e. hring- snúið efrivararskegg) og gerðu sér grankampa, nema Mr. Ward. En þó varð hann að gera það að lok- um, því Englendingar hættu að mála djöfulinn með hornum, en í þeirra stað með keisaraskeggi. Pá varð Mr. Ward að lúta hinu hugvitssama valdi til þess að framganga eigi í mynd hins illa og verða þannig hinu guðelskandi Bretaveldi til hugarang- urs. En er Pjóðverjar sáu þessa atburði, urðu þeir ennþá sannfærðari en áður um að sú rétta mynd kölska væri eins og hún hafði áður verið, þ. e. a. s. með hornum, því það líktist »bola« fremur öllu öðru. En Grikkir voru vitrastir. Peir höfðu keisara- skegg öðrum megin óg horn hinum megin. Yfir- leitt var álit þjóðanna að þetta málverkahugvit hefði mikla hernaðarlega þýðingu. Pá voru alþingiskosningar meiri en nokkurntíma áður og áflog mikil. f*á var Einar Arnórsson ráð- herra, og ekki endurkosinn og féll þungt. Mest voru þau »dekoreruð« Guðmundur og Bríet, og þótti það taka sig vel út. Pá gerðu íslendingar verzlunarsamning við Breta, en ekki fengu menn að vita hvort hann var hald- inn eða ekki. Sveinn Björnsson var í þann tíð mest- ur lögspekingur þessa lands, og annaðist hann samningsgerðina. Pá var Björn Sigurðsson consul emissus íslendinga í Bretlandi. Þá var mikið bygt. Ölsöluhús á Siglufirði, Bio í Vestmanneyjum, konunglegt leikhús í Reykjavík,

x

Tímarit þjóðfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit þjóðfélagsins
https://timarit.is/publication/525

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.