Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Blaðsíða 18

Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Blaðsíða 18
18 »Ja, það held eg nú,« sagði Jón um leið og hann fékk sér í nefið. »Eg ska! heita á þig að hressa þig ofurlítið, næst þegar eg fer út í kaup- stað.« »Pað ert þú margvís til, og hefir víst nokkrum sinnum gert það.« Hann hélt áfram að lesa: Pá gerðust mörg undur og viðundur. Pá geys- uðu ættarnefni og ónefni. Stjórnarráðið lét gefa út stórfeit rit, stærsta ritið, sem út kom á árinu, samið af nefnd, sem skipuð hafði verið til þess að koma þessu nauðsynjamáli á rekspöl. Nefndin valdi unaðsleg nöfn og með svo framúrskarandi fegurðartilfinningu og glögg- sýni á íslenzkri málmyndun, að slíkt hefir aldrei þekst fyr né síðar. Pegar bókin kom út gekst há- skólinn, Bókmentafélagið og Stúdentafélagið fyrir samkomu á Austurvelli til heiðurs nafnanefndinni. Voru þar um 10 þús. manna saman komnir, og Austurvöllur alskreyttur fánum. Ræðupallur var reistur á rústum Hótel Reykjavíkur, stafna milli. Par héldu vegsamlegustu lofræðurnar: Árni Páls- son, Bjarni Jónsson frá Vogi, séra Magnús Helga- son, Andrés Björnsson, Alexander Jóhannesson og Bogi Ólafsson. Ræður þessar eru prentaðar í blöð- unum frá þeim tíma, og geta menn sjálfir dæmt um þær, en reyndar er ekki víst að öllutn falli þær. Pó væri ef til vill hægt að verja tíma sínum ver en með því að líta yfir þær. Kvæði höfðu verió ort fyrir tækifærið. Par var t. d. sungið og spilað undir á draggargan:

x

Tímarit þjóðfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit þjóðfélagsins
https://timarit.is/publication/525

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.