Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Blaðsíða 11
11
Þeir kvöddust. Hannes gekk eins og um þrítugt,
glaeztur og tigulegur, upp Bankastræti, en Einar
fór með tunnuna niður undir Zimsen.
Á þessu augnabliki þykir henni sem hún sé kom-
in í stofu, sem hún þekkir, en kemur þó ekki fyrir
sig hvar er. Þar situr maður við borð og skrifar.
Henni finst hún ganga nær honum, leggja hönd á
öxl honum. Hann lítur snögglega við. Það er Guð-
mundur.
»Komið þér sælar! Ég var hjarna með greinar-
stúf, sem ég ætlaði yður að gleðja fólkið með
næst.«
»Nú, um hvað er hún? Annars fer ég nú að fá
nóg af sumu hjá ykkur.«
»Ja, ég liefi nú hálfvegis verið á báðum áttum.«
Hann las greinina. Hún var um þegnskylduvinn-
una. Byrjaði á móti lienni, varð svo bæði með og
móti, og endaði alveg eindregin með henni.
»Pað er eins og vant er hjá yður, herra pró-
fessor, það geta eiginlega allir fallist á það,« þótt-
ist hún segja, og um leið vera komin heim í rúm-
ið sitt.
Að augnabliki liðnu þótti henni Björn koma inn.
Augun voru eins og áður, ennið og göfuglegi svip-
urinn sá sami, eins og þegar honum þótti mikils
við þurfa. Hún ætlaði að rísa upp og faðma hann
að sér. En hann snaraðist að höfðalaginu. Þreif
undan höfði hennar koddann og mælti snjalt:
sÞessi höfuðsvæfill á að vera handa þeim, sem
þreytast af baráttu fyrir sannleikanum. En mér finst
að hann vera þér nú of góður, og tekur mig það
sárt, því þú áttir að lifa sem merkisberi hamingju