Sumargjöf - 01.01.1908, Page 12

Sumargjöf - 01.01.1908, Page 12
8 Sumargjöf. um sér sumarvonunum þegar kaldast blés. Það eru þeir sem lcveðið hafa á umliðnum öldum »heilaga glóð, í freðnar þjóðir«. Max-gir þeirra hafa fallið til foldar áður en sumarið kom, en þeir hafa ekki fallið ógildir, þeir hafa haldið velli, þeir hafa ekki beygt sig fyrir ofriki vetrarins: Brjánn féll, en liélt velli. Þeim hefir farið eins og skáldið kvað: Hugurinn deyjandi sumarið sá og sólskin á hlíðarnar runnið. Það er veglegt að vera Sumarliði, vera fulltrúi vonanna, striðsmaður lífsins gegn kulda og klaka og dauða. Þann flokk ættu allir að fylla. Allir æltu að liafa þann metnað að geta geymt sólargeisla í sál sinni frá einu sumri til annai-s, þó langur vetur líði á milli. Senn kemur sumarið . . . Vér höfum séð það í hugaixum lengi eins og menn sjá sólina áður en hún kemur í raun og veru npp fyrir sjóndeildarliringinn. Vér skulum þá vona að það verði að óskum. Gleðilegt sumar! Guðm. Fitinbogason.

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.