Sumargjöf - 01.01.1908, Side 22

Sumargjöf - 01.01.1908, Side 22
18 Sumargjöf. mýri. Móðir mín hafði séð um mig að öllu leyti og séð vel fyrir, að mig skorti hvorki fæði né föt; öðl- ingurinn hann faðir minn hirti ekki niikið um lausa- leikskrakkann — nú er liann safnaður til feðra sinna vestan við haíið, sauðurinn. Mér var ekki eríitt um vinnu og sætti mig vel við hana, en ég hafði líka gaman af bókum og skemtunum. Ég hirti 130 ær, tyrsta veturinn sem ég var á Bleiksmýri bæði úti og inni og 4 hestana, þá áttum við mamma 10 ær og ég Hrímu mína 4 vetra; undan henni er Hreggnasi. Sex ærnar liafði ég á kaupinu minu, fyrir hinum án- um og 6 lömbunum heyaði mamma í samvinnu uni sumarið, hún var húskona lijá Halldóri og þaðan er mér komið húsmannseðlið. Hrímu mína setti ég á 16 bagga sem ég hafði heyað á sunnudögum með til- styrk mömmu. Þá reið ég ekki út til þess að drekka, mig langaði meir til hins að komast í efni og ment- ast. Fjölmennið á Bleiksmýri átti vel við mig, þar var oft kátt á kveldin, hjónin voru engir sínöldrandi harðsljórar þó bæði vissu þau vel af miklurn efnum og góðu sveitargengi. Halldór var stórlyndur og metorðagjarn en oftast viðbúðargóður; konan þótli nokkuð eigingjörn og kunni laglega að snúa snæld- unni sinni, dagfarshæg og liafði gaman af að segja bæjafréttir og spyrja þeirra. Ég vistaðist strax um liaustið til næsta árs; inér lék hugur á því að auka efnin og álit mitt. Að vísu er það ekki talið gróðavænlegt fyrir vinnumann að eiga eldishross, en það var eina óhófið sem ég lét eftir mér og Grána var fallega lrísk og léttstíg um vorið. Mamma hafði nóg í sjálfsmenskunni og tripp- inu var drjúgur fóðurbætir að því sem hún bugaði því með því sem ég oft gat dregið af mat mínum.

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.