Sumargjöf - 01.01.1908, Page 27

Sumargjöf - 01.01.1908, Page 27
Sumargjöf'. 23 og heitustu þrá ganga til moldar svo hann komist alheill úr þeirri eldrauninni . . . Og sjaldan er ein bára stök. Guðnj' var grátin og föl og brosið dáið. það var mér allra viðkvæmast að vita eyðilegging hennar. Sama veturinn fór ég líka að frétta það, sem búið var að sveima um sveitina, milli allra kjaftakerlinga; að ég hefði stolið heyi og mat til þess að ala Hrímu veturna sem ég var á Bleiksmýri, sumir trúðu og aðrir efuðu en skuggi lagðist yíir mannorð mitt, sem ekki var svo fljótur til að liverfa. Ekki var von til þess, að þau gæfu mér Guðnýu gömlu hjónin þegar ég gaf svona raun: það var þetta, sem festi rætur um all-Iangan tíma. Að berjast við róg og slef er óðs manns æði, á því er ekki liægt að festa liendur frekar en upp- vakningonum. Það þarf að drepa það með góðri breytni; vinna sér tiltrú manna, en stundum þarf nokkuð langan tíina til þess. Ég er sannfærður um að Bleiksmýrarhjóuin liöfðu vakið upp þessa Skottu og húsfreyjunni mátti bezt trúa til að koma henni á lappirnar. Guðný hefir aldrei trúað þessu, það komst mamma fyrir; þá gat ég betur þolað þögnina og biðina. Þau bjuggu tvö árin í Mýrarseli ungu hjónin; því miður reyndist bóndinn nenningarlítill og gjálíf- ur, drykkfeldur og vondur við vínið . . Þú þekkir Bann Jón i Seli svo ég þarf ekki að lýsa honum fyrir þér. Guðný hefir alla tíma síðan hún giftist verið hljóðlynd og fáskiftin; hugsaði um börnin og búsýsluna og friðinn á heimilinu; þó hefir það ekki lánast. Ástina skorti, og virðingar á Jón erfitt með uð afla sér. Þegar ég sá hvernig æfi Guðný átti, þá brast

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.