Sumargjöf - 01.01.1908, Side 28

Sumargjöf - 01.01.1908, Side 28
24 Sumargjöf. boginn, þá fór ég að drekka. Ég sætti lagi, 4 árum eftir að þau giftust Jón og Guðný, einn sunnudag, þegar Bleiksmýrarhjónin lcomu frá messu tvö ein og svalaði gremju minni, fyrir róg og lýgi og meðferð- ina á okkur Guðnjm, konan grét af heift og Halldór skalf af hræðslu og bræði . . . Það var það þarfasta verk og réttlátasta sem ég hefi gert . . . þau áttu það svo hjartanlega skilið af mér og fyrir meðferðina á henni var mér þó þyngst til þeirra. Síðan hafa efni mín og vinna gengið á tréfótum. Auðvitað sá ég um það, að mömmu skorti ekkert, liði bærilega meðan hún lifði, og svo fyrir hesta, vín og vitlaust drahb. Einu sinni ætlaði ég að drepa mig á því en hætti þó við það, af því að . . . . ja, það er nú sama, fyrir hvað það var. Gísli þagnaði. Hvorugur talaði orð nokkra stund; þá reis hann á fætur og sagði: »Nú hefi ég fleiprað helzt til margt — — meira enn vandi er til; það er mál að halda af stað. Þú færir þetta ekki í hámæli fyrst um sinn; lofar mér að hátta í rólegu rekkjuna mína áður. Ekki þar fyrir, margar sögur hafa gengið af mér meir úr lagi færðar en þessi«. »Ó, hvað þú hefir átt bágt, Gísli minn«, sagði ég með grátstaf í kverkonum. Hann lagði hægri liöndina á höfuð mér og kvað stundar-hátt. wPegar óhryg'gur heimi frá héðan Siggi gengur; fjöllin skyggja ekki á alvalds bygging lengur«. Gísli var venju fremur skjálfraddaður, en— hvorki

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.