Sumargjöf - 01.01.1908, Side 39

Sumargjöf - 01.01.1908, Side 39
Sumargjöf. 35 Hinn næsta dag voru þeir bræður snemma á fótum og töluðu um að þeir mundu fara og líta á gullið. Og er þeir komu til Völundar kröfðu þeir lyklanna og luku upp kistunni. Þá hjó Völundur höfuð af þeim báðum. Tók síðan hauskúpur þeirra og bjó silfri og sendi Níðaði og skyldu vera borðker bans. En úr augum þeirra gerði hann gimsteina og sendi konu Níðaðar, og úr tönnum þeirra sló hann brjósl- kringlur og sendi þær Böðvildi. Böðvildi þótti góður hringurinn Hervarar og bar bann jafnan. En einliverju sinni tókst svo illa til fyrir benni, að hún braut hringinn. Hún vissi að engi mundi bætt geta nema Völundur einn. Fór hún því til hans og mælti: »Illa hefir nú til tekist fyrir mér, er ég hefi brotið hringinn góða. Þori ég engum að segja nema þér, og vil ég biðja þig að bæta«. Völund- ur svarar: »Eg mun bæta svo gullið, að föður þín- um þyki fegra en áður, en móður þinni miklu betra og sjálfri þér að sama skapi«. Síðan bar hann henni bjór að drekka og gerði liana ölvaða svo að hún sofnaði. En um morguninn tók Völundur hringinn Hervarar og dró á hönd sér, en sú náttura fylgdi hringnum, að hann mátti nú fljúga, því að svanmær átti hringinn. »Nú hefi ég hefnt harma minna«, mælti Völundur. »En komast mun ég nú ferða minna, þótt Níðuður meiddi fætur mína«. Völundur hló þá og lióf sig á loft, en Böðvildur gekk grátandi úr hólminum, þvi að hún hafði látið meydóm sinn og óttaðist reiði föður síns. Kona Níðaðar stóð úti, er Völund bar að garði, og gekk liún þá inn, en hann settist á hallarvegginn og hvíldist. Völundur mælti: »Vakir þú, Níðuður konungur?« »Ég vaki nú mjög um nætur og verður mér eigi svefnsamt, síðan ég 3'

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.