Sumargjöf - 01.01.1908, Page 44

Sumargjöf - 01.01.1908, Page 44
stjórnar öllu, hann þykist hafa sannað augljóslega, að þeir væru varasamir menn og reikulir í ráði. Og þessir menn hafa svo sem ekki þurft að koma með neina nýja trú, né neinar nýjar kenningar um þjóðfélagsmál, lil þess að verða fyrir slíkum dómum. Þeir hafa ekki þurft annað en reyna að koma í veg fyrir einhverjua flokkskúgun, koma i veg lýrir að ranglátur dómur væri talinn óyggjandi, að niðst væri á samvizku og sannfæringu. Ellegar — þeir hafa varið lyndiseinkunn einhvers manns, þó að þeir hefðu ekki sömu skoðanir og' hann, eða varið skoð- anir hans, þó að þeir vildu ekki ábyrgjast lyndis- einkunn hans. Meira að segja, það hefir ekki þurft meira til slundum, heldur en fullyrða í sveit íhaldsmanna að það bæru þó ekki allir róttækir menn kápuna á báð- um öxlum — eða í sveit róttækra manna að það væru þó ekki allir íhaldsmenn heimskingjar, til þess að verða talinn vafagemlingur að því er æru eða gáfur snertir! Láti menn sér ekki segjast í tíma heldur þrauki við þá meinloku sína, að segja álit sitt, fylgja samvizku sinni og fara eftir eigin höfði, — þá er það undir atvikum komið livort endirinn verður hversdagslegur, hægfara hungurdauði, eða hin miklu og ömurlegu afdrif. Og þó hafa verið til menn með hverri kynslóð, sein liafa haft liug til þess að lifa eingöngu samkvæmt eðli sínu; sem hafa verið nógu framir til þess að hugsa, breyta, elska, yrkja og skapa upp á eigin spýtur. Á þessum mönnum lilum við, á þeim mönn- um er hugrekki þeirra var kallað frekja afeiginkyn- slóð þeirra, en sungið lof af eftirkomendunum, sem þrekvirki eða dýrkað sem opinberun.

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.