Sumargjöf - 01.01.1908, Side 63

Sumargjöf - 01.01.1908, Side 63
Sumargjöf. 59 ef ekki er um slíkt að ræða þá hve vel hún leikur og fyrirdæmir hana svo þegjandi ef það skynjar að hún annaðhvort er fólsk eða leikur illa. Skáldið er hvorttveggja leikari og áhorfandi bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum og þó er það aldrei einungis leikari, eins og þessir lieiðarlegu menn, sem lifa líli sínu gallalaust. Alt lífið kringum það verð- ur gagnsætt einsoggler: lijörtun verkin, hinar leyni- legustu hvatir og hann kvelst af einkennilegri veiki: hann hefir í sér tvennskonar sál, sem gerir hann að svo frámunalega æstri, margbrotinni veru, sjálfum sér til byrði. Þetta mikla æsingaeðli, sem næstum má kalla sjúkleik, særir hann svo bæði á líkama og sál að sérhver æsing verður honum beinlínis að kvölum. Eg minnist margra þess háttar sorgardaga þegar hjarta mitt tættist svo sundur af sorg yfir atburðum, sem fyrir mig báru eitt augnablik, að endurminning- in um þá fyrirburði er mér enn kvalafull. Það var einu sinni um liádegisbilið — ég kom einmitt frá söngleikaliöllinni — að ég skyndilega varð var við eitthvað kvilct, sem eiginlega ekki var liægt að Hkja við neitt, ganga fram lijá mér gegnum mann- fjöldann glaðan og drukkinn af yndi maísólarinnar. Það var gömul og lotin kona; utan á henni héngu einhverjir tötrar, sem einhverntíma liöfðu verið föt og á höfðinu liafði hún rifinn svartan stráhatt, en þessi eina prýði sem hún bar hafði verið svift bönd- um og blómum fyrir æfalöngu. — Hún hröklaðist áfram ári þess að líta á nokkurn eða nokkuð, skeytli hvorki um hávaðann, mennina né sólina. — Hvert fór hún? — í hvaða sorphýsi bjó hún? —, Húnhélt á einhverju í hendinni. sem var vafið inn í pappír.

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.