Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 8
ásett mér, svo lesararnir geti séö, hver mesta or-
sök hefur veriö til margra báginda minna, sem
margir kfenna mér, en náfrændur mínir mega sum-
ir vita bezt, hvað þeir hafa bruggaö mér með svik-
um og vélurn, bæöi leynt og ljóst, til aö svíkja
undir sig arf foreldra minna, hvaö þeim hefur aö
miklu leyti tekizt, en guð hefur afstýrt þeirra
vonzku og haft nóg meööl þar til, sem æfisagau
útvísar, og vil eg þá byrja hana.
Eg er fæddur í þennan heim á Valþjófsstað í
Fljótsdal þann 26. desember 1779 og sama dag
skirður í Valþjófsstaöarkirkju. En foreldrar mínir
létu bera mig, sama dag, fram aö Langhúsum til
hjónanna þar, bóndans Gísla Magnússonar og konu
hans Þorgerðar Jónsdóttur. Þangað fylgdu mér
madama Björg Pétursdóttir, sem var ljósa mín, og
þá til heimilis á Valþjófsstaö hjá foreldrum mín-
um, sjálfs sín, og þá ekkja eptir móðurbróður
minn, sýslumann sál. Guttorm Hjörleifsson, og
Skúli Jónsson, þá vinnumaöur hjá foreldrum mín-
um, síðar gildur bóndi, i margt ár, í Fljótsdal og
enn nú lifandi sjálfs síns, búlaus og ekkjumaöur í
Hnefilsdal á Jökuldal, háaldraður maður, en ma-
dama Björg lifir enn á Kirkjubæ í Tungu í lukk-
unnar velstandi og hefur svo opt sem eg hef henn-
ar fund sótt, gefið mér höfðinglegár gjafir. Eg
gleymi nærri því, að þau báru mig á annan að
Langhúsum, hvar eg var i góðu gengi og nógu
eptirlæti, til um vorið, sem kallað var snjóavorið
langa. Þá var eg sóttur aptur frá þeim góðu hjón-
um, og að Valþjófsstað til foreldra minna, því þá
fór til þeirra stúlka, er hét Vilborg, og hjá henni
var eg til þess hún deyði. Þá var eg á þriðja ár-
inu, og það man eg, að eg sorgaði hana mikið, þvi