Blanda - 01.01.1928, Page 9
1
ó
eg heyröi aö hún væri í kistu i kirkjunni, hljóp
eg þangaö og kallaöi í ákeíö „Ví-oj“, sem hún hét
á rnína tungu. Sagt var aö líkmennirnir heföu hót-
aö aö fleygja mér í gröfina og haföi það lítið aö
segja. Eptir þaö fékk eg Rannveigu Magnús-
dóttur, sem var hjá ljósu minni, fyrir fóstru, þar
til hún fór í burtu meö henni.
A fimmta ári fór eg aö stafa, því eg var ekki
sagður ónæmur, á 6. ári var eg nokkuð vel les-
andi, en meö 7. ári fékk eg bóluna, svo eg varö
nokkra stund blindur. Það var hér um bil mitt á
milli þorra og þrettánda, þegar mér batnaði ból-
an. Þá fór eg aö læra Pontoppídans spurningar og-
móðir mín setti mér blaö á dag að læra, en ef eg
kunni ekki vel, fékk eg óvægar hýðingar og snopp-
unga fyrir litla yfirsjón. Fyrsta vorið var eg bú-
inn með fyrri boöoröatöfluna, lét hún mig hafa hjá
mér kveriö til að lesa upp. Týndi eg þá kverinu út á
nesi, og fannst þaö tveim vikum seinna, lítið
skemmt, svo eg slapp fyrir upplestri þaö sumar.
Það sama vor1) haföi sálazt afi minn, séra Hjör-
leifur Þórðarson, faöir móður minnar, 90 ára gam-
all, og haföi þjónað 69 ár sem prestur og pró-
fastur. Hann átti 3 konur, sú fyrsta var Margrét
Sigurðardóttir, systir sýslumanns Þorsteins Sig-
urössonar. Margréti missti afi minn á Þvottá í
Alptafirði.2) Þaðan fór hann að Hallormsstað og
giptist í annaö sinn Bergljótu Jónsdóttur, dóttur
séra Jóns Guttormssonar frá Hólmum í Reyðar-
firði. Þau lifðu saman til ársins 1746, þá var hann
kominn að Valþjófsstað. Þau áttu saman Margréti,
Þórð, Guttorm, Sigríði, sent var móðir mín, og var
1) þ. e. 1786.
2) Hún dó 1729.
1*