Blanda - 01.01.1928, Page 10
4
hún 6 ára, þegar mó'ðir heniiar dó1). — En eg vil
halda við mína sögu.
Þetta sumar, þá eg var á 8.2) árinu, fékk eg í sinni
aS klifra upp í klett fyrir utan og ofan bæinn á
Valþjófsstað, til að ná í netlu, sem þar vex. Þegar
eg náði í grasið og hélt mér föstum, — en tóin var
brött, svo eg hafði engan íótastuðning— hrapaði eg
þá marga faðma ofan fyrir klettinn, hvar þó ein-
sömul urð varð undir bringuteinum minum, og lá
eg í öngviti, þangað til faðir minn kom að, og bar
mig heim í rúm. Þar lá eg nokkra daga, batnaði
mér fljótt við góða aðhjúkrun. Leið svo þetta mitt
8. sumar.3)
Við vetrarins byrjun tók eg til að læra 2. töfl-
una í Ponta, lærði eg þann vetur fram til drottin-
legrar bænar. Það sumar veiktist faðir minn á visi-
tatíuferð, svo hann varð að snúa heimleiðis aptur;
var hann svo veikur það eptir var sumarsins, en
um haustið komu hjónin frá Ási, prestur Vigfús
Ormsson og Bergljót Þorsteinsdóttir upp að Val-
þjófsstað. Talaðist svo til, að Einar Þorsteinsson,
bróðir Bergljótar. skyldi fara að Valþjófsstað og
læra latínu hjá bróður sínum, Hjörleifi, en eg í
staðinn út að Ási um veturinn.
Þetta varð seinasti viðskilnaður okkar föður
míns sáluga í þessum heimi, sem og varð upphaf
1) Magnús nefuir ekki 3. konu Hjörleifs prófasts; en
þa'S var Helga dóttir séra Þorvalds Stefánssonar á Hofi
í Vopnafirði, ekkja Péturs Björnssonar sýslumanns á Bust-
arfelli Péturssonar. Þau áttu eigi börn. (E. J.).
2) Magnús hefur fyrst skrifað 7. árinu í bæði sinn, en
breytt því í 8.
3) Þetta var sumarið 1788, því að Páll prófastur dó 26.
nóv. 1788, og hefur það því verið 9. sumar Magnúsar. —
(E. J.).