Blanda - 01.01.1928, Page 14
8
viö mig hestaskipti, og fá mér Klúkurauö, og láta
mig fara á undan, því hann mundi rata á réttan
veg. Hann hlýddist á þaö. Þá komumst viö á veg-
inn viíS Kleifána. Fórum viö svo upp aö álnum,
þá rataði hann ekki neitt vaðið. Eg fór á undan,
þvi Rauður rataði. Fórum við heim fyrir miðjan
morgun.
Leið svo slátturinn. Um Mikaelis(messu) áttu þau
að giptast, prestur og Bergljót systir mín1). Mér
var það sárnauðugt. A laugardaginn, áður en gefa
skyldi saman brúðhjónin, kom margt af boðsfólk-
inu. Á sunnudagsmorguninn vantaði hestinn handa
mér, — hvað mig gladdi mest; eg vildi ekki fara
til kirkjunnar. Eg var nauðugur settur á bak viö
Rustikus heitinn Sigurösson, sem var meðreiðar-
rnaður Jóns sál. i Múla. Hesturinn var brúnsokk-
óttur og einn harðgengasti, sem eg hef á bak
komiö, svo aö eg var allur sem lurkum laminn,
þá eg komst til kirkjunnar. Ekki heldur liatnaði
mér, þegar eg sá brúðhjónin tóku höndum saman,
því þá steinleið yfir mig. Var eg þá borinn úr
kirkjunni og inn i rúm, þar til fara átti á stað.
Fékk eg þá rauðan hest, laungraðan og staðan.
Reiðfærið var eptir öðru, reiðingstötur og tvídýn-
ur, allt upplöðrað i lýsi, því hvalur var fluttur á
því tveimur dögum áður. Þegar eg sá að fólkið reið
út nes, reið eg út með bæjum og heim á hvern
bæ að sýna hestinn og reiðfærið, sem bróðir brúð-
urinnar hefði á heiðursdag hennar.
Komst eg ekki fyrr heim, en allt var sezt undir
borð i bænhúsi á Arnheiðarstöðum. Reið eg þá
inn að háborðinu, og sagði: „Skal hér staðar nemá,
minn herra!“ Brúðguminn sagði eg skyldi hafa
i) Giptust 3. okt. 1790.