Blanda - 01.01.1928, Side 16
30
til aö fara upp að Brekku. Kg gekk svo inn í bæ.
Halldóra systir min varaði mig viö, og sag'ði eg
skyldi bíða úti, til þess búið væri að kveikja.
Eg gerði svo; gekk þó inn í bæjardyrnar, og var
eg þá gripinn hátt á lopt, eins og Þorsteinn sál-
ugi uxafótur forðum. Það var mágur minn, sem
bar mig út að viðarkesti, dró þar út stóra hríslu,
reif svo ofan um mig buxurnar, allt á hné, en peys-
una upp á herðar. Lét svo hrísluna gang-a, ótt og
títt, langan tima, þar til hann fleygði mér á börðu-
steininn, þá brotnaði sundur hægri upphandleggur
íninn. Eg vildi standa upp, en fann eg var hand-
leggsbrotinn. Eg sagði honum frá því. Harm sagði
eg skyldi skammast inn, það væri lýgi, er eg segði.
Ráfaði eg þá inn göngin með veikum burðum.
Kom þá einhver og leiddi mig inn á pallinn. Þar
sat allt vinnufólkið. Sýndi eg því verkunina á mér.
Jón Bjarnason, sem var þar vinnumaður, sagði:
„Var það satt, ]ni áttir máginn.“ Bergljót systir
mín fór í rúm sitt, og fékk öngvit. Eg hughreysti
hana með því, að hún skvldi fá brotna handlegg-
inn að steikja handa manni sínum ; honum þætti
lengi góð steikin. Hún svaraði engu. Eg var all-
ur blóðugur frá bringu til læra, svo það sá út, sem
mér hefði veriö tekið rispublóð. Eg var þá bor-
inn upp í rúm móður minnar, en Brynjólfi Jóns-
syni, bróður Ólafs í Dölum, sagt að sækja Brynjólf
lækni. Hann reið jörpum hesti, sem hét Skúmur, og
sótti læknirinn. Þegar hann kom i húsið, undir
loptinu, lieyrði eg- að móðir mín og mágur voru að
biðja hann að kioma upp á Ioptið til mín, en hann
var byrstur við þau og sagðist vilja vita, hvernig
eg hefði fengið þetta. Þau sögðu eg mundi hafa
dottið á stein sjálfur. Hann sagðist geta því bezt
nærri. þegar hann sæi mig. Kom hann svo upp á