Blanda - 01.01.1928, Page 17
II
loptið til niín. heilsaði mér og Halldóru systur
minni, sem sat hjá mér. Hann skoðaöi mig og'
sagöi þetta væri eins og eg væri kvikur fleginn, og
eg heföi verið i þrælahöndum. Hann tók upp
smyrsli og smuröi allan búkinn, heimtaöi spelkur
og 2 léreptsstykki um handlegginn á mér. Fór hann
svo ofan í hús á meðan verið var að búa það til, og
talaði mikið harðar ávítur til prests um illa með-
ferð á mér. Kom hann svo upp til mín, og' vildi
eg ekki að prestur fengist neitt við mig, því hann
mundi ek'kii verða lengi að brjóta hinn handlegg-
inn, eg skyldi muna það lengur, eí eg tórði. Lækn-
irinn tók og' forbatt handlegginn með mestu ná-
kvæmni og góðsemd og bannaði að leysa fvrr en
3 dagar væru liðnir og-mætti þá sækja sig, sem
og varð. Lá eg svo í flatsæng þar á loptinu í 4
vikur, þar til styrkur varð handleggurinn ; liar eg
hann samt í fetli fram undir jól. — En sunnudag-
inn milli jóla og' nýárs tók prestur til síns gamla
húsaga og vildi flengja mig. Stökk eg þá upp fyr-
ir móður rnína, og sagði hann vildi lirjóta aptur
handlegginn, en hún skipaði honum að láta mig
vera, hvað hann gerði, þó með miklum ávítum, að
hún eldi upp i mér skammirnar. Hún sagðist vilja
[ráða þessu að]1) þessu sinni. Nú fór eg að læra
latínuhrakið eptir nýárið. Eitt sinn í vondu veðri
kom þar umferöakarl, Hjörleifitr að nafni, auknefnd-
ur skalli. Hann bað prest aö lofa sér að vera, en þar
var afsögn í alla staði. Eg kom íram i dyrnar og
heyrði þetta, en þá prestur gekk út í hlöðu sá eg
að karlinn var að gráta. Þá sagði eg, að móðir mín
væri húsráðandi, og vildi eg skila inn til hennar
fyrir hann, en hún var ekki hót betri og sagði
1) Þetta innan f ], vantar í handritið.