Blanda - 01.01.1928, Page 18
12
hann skyldi fara á staö. Eg sagöi veöriö væri ófært,
hún sagöi þaö kæmi lítið viö mig. Eg' fór fram
til karls og sagði honurn þetta, en ráðlagði hon-
um að skríða inn í baðstofuna undir loptið, þar til
búið væri að kveikja og léði eg honum kláf að
sitja á. Þar sat karlinn alla vökuna og fékk enga
góðgerð. Eg sagði Halldóru systur minni það, svo
við lögðum saman og gáfum karlinum bita af leif-
um okkar, en eptir lesturinn var hann spurður, hver
hefði lofaö honum að vera. Hann sagðist sjálfur
hafa rólað inn, því sér væri illt. Þegar farið var
að hátta fékk karlinn kaldan súrgraut í tveggja
marka kana, en ekkert um morguninn. Á þorran-
um féll ógnamikill snjór. svo skorið var 40 ær
á þorraþrælinn, allt átti móöir mín það.
Um vorið fór séra Hjörleifur ofan að Bakka
í Borgarfirði, og eg með honum; átti eg þá ekki
upp á háborðið. Eg vakti yfir túninu, rak og sótti
hesta og kýr, sótti afla að sjó, fór á milli af engj-
um og vaktaöi lömb um haustið fram á vetur. Var
eg optast berfættur og illa útbúinn, — mataræðið
var ekki betra. Fyrir góu fékk eg ekki annað en
soðinn hákarl og lítinnj flautaspón á kvöldin. Þetta
var allur maturinn. Á einmánuði þorskhöfuð og
vondan bræðing, en frá sumarmálum til fráfærna
grasalím einmælt, og horkjöt á helgurn og hátíð-
um. Varð eg að g'anga horaður við horféð allt vorið.
Um fráfærur fór að fiskast, hefði eg þá fengiö
nóg af því, en þar var langt frá, því prestur
fékk systur minni allt upp í hendur og kom, þó nóg
á land. Eg átti bláa og hvíta krús, sem tók pela.
Systir min sagði eg' mætti fá hana fulla á hverju
máli út á stöðli, en það varaði stutt, því rúmum
hálfum mánuði eptir, var mágur minn eitt kveld að
ieysa buxur utan undir bænum, þá sá hann að eg