Blanda - 01.01.1928, Page 19
*3
var að drekka úr krúsinni út á stööli. Þegar eg'
kom heim frá rekstri um kveldiö, sagöi hann eg
skyldi fá sér krúsina strax upp á tímann, tók hana
frá mér, og gaf systur ininni stórar ávítur. Hún fór
þá upp að Arnheiðarstööum í fundaferð, og kom apt-
ur með sending til mín frá móöur okkar. Það var
stór pottkaka og útprjónaður brjóstadúkur og sokk-
ar. Kökuna tók mágur minn og át sjálfur. Um túna-
sláttinn var eg léður jómfrú Ragnheiði Halldórs-
dóttur, því hún var þar einsömul að berjast. Eg
var þar tvær vikur og vildi hafa verið þar leng-
ur, því hún var mér góð. Svo varð eg að fara heim
í kvalirnar aptur, og vaka yfir heyjum á nóttunni og
ganga fram að Jökulsá á hverri nóttu stundum,
tvisvar að smala.einstöku sinnum passa kýroghesta,
fara á milli og flytja frá sjó. Eitt sinn í þoku vant-
aði mig 2 ær. Hann sagði eg skyldi fara og nusa
þær upp, eg sagði þær fyndust ekki í svarta þoku.
Hann vildi þá berja mig, en systir mín bað hann
að láta mig vera, svo annar átti að smala. Um
kveldið birti upp; fór eg þá norður í eggjar og
fann ærnar, svo þær fengu að ganga undan Ferox
mínum. Þegar þær komu á kvíamar var kvenfólk
að rnjólka, hlupu þá ærnar ofan að sjó, og fram
yfir ána með sjónum; fór eg að sækja þær, og
kom eg með þær aptur. Þegar búið var að mjólka,
rak eg þá féð upp í Bakkadal, sem vant var á kveld-
in. En daginn eptir sagði prestur mér að fara ofan
á Bakkagerði; eg gerði það. Þegar eg kom ofan
þangað, kom prestur þar til mín með stóran hrossa-
þöngul, tók mig og barði allan skrokkinn á mér
bláan og blóðugan; sagði eg skyldi hafa þetta fyr-
ir ærnar í gærkveldi. Rólaði eg verri en hálfdauð-
ur heim aptur. Hálfum mánuði seinna, á sunnu-
dag, fór systir mín út á hollenzka duggu með