Blanda - 01.01.1928, Side 20
14
Svartsmokku, sem eg fékk ráðningu fyrir seinast.
Hún neytti þess, að prestur var við kirkju; lét mig
þá fara með sér, og taka ónýta hvolpatík, sem
kastað hafði fimm hvolpum, hún hét Spakó, og
skyldi eg selja hana til hollenzkra mér til gamans.
Bar eg hvolpana í biðu ofan á bátinn, en þegar
viS fórum upp á dugguna, varð tíkin með hvolpun-
um eptir á bátnum. Skipherrann var ungur, falleg-
ur maður. Hann bauð systur minni og mér niður
í káhyten, og þegar hann heyrði hún væri prests-
ins kona og eg bróöir hennar, tók hann okkur mik-
ið vel og trakteraði okkur það bezta hann kunni.
Sigurður sálugi, faöir Björns míns á Ketilsstöð-
um, var þar á duggunni með okkur og fleiri Borg'-
firðingar. Systir mín seldi Smokku fyrir hálftunnu
brauðs, handa presti, og eitthvað meira [fékk
llún]l) fyrir sokkabönd, vettlinga, 1)andhnykla og‘
íleppa; en nú kom að mér meÖ tíkina með 5 hvolp-
unum. Eg fékk hnöttótta sýrópsflösku, bláþrykktan
klút, 2 stórar piparkökur og fjórar hveitikökur, svo
eg þóttist vel hafa keypt, því tíkin var ónýt. Skip-
herrann bað systur mína um mig og lofaöi að eg
skyldi eiga svo gott, sem hann sjálfur. Eg vildi
feginn fara með honum, en systir mín þorði það
ekki; hvað mér þótti þó fyrir, því eg hefði átt betra
hjá honum en mági mínurn, því hann sagSist eiga
gamla konu og 18 hús í Amsterdam, en engin börn,
og skyldi eg veröa sinn erfingi, hvað mér hefði
verið mun betra, en að verða útskrifaöur þremur ár-
um seinna á Austindiska klettinn, nakinn og matar-
laus. Fórum við svo í land, en duggan sigldi um
nóttina. LeiS svo að hausti, til systir mín fór norð-
ur i Vopnafjörö. En á meöan varð eg rúmfastur
1) Þetta innan [ ], vantar í handritið.