Blanda - 01.01.1928, Síða 21
i5
af veikindum og illum aöbúnaði. Mágur minn baröi
mig þá einn daginn dauöveikan upp úr rúminu, en eg
baÖ til guðs, aö hann yrði eins veikur og eg var,
hvað hann og varö sömu vikuna, og lá þungt hald-
inn yfir 3 vikur. Systir mín var lengi i burtu, en
kom heim meöan hann lá. Þá mátti eg vakta lömb
allt haustið í illviðrum, berfættur og hálfnakinn.
Þorsteinn minn Halldórsson fór ]já upp i Fljóts-
dal að ráöstafa sínu; með honum páraöi eg bréf til
móður minnar, og sagöi henni, hún yröi aö taka
mig frá Bakka, annars mundi eg skríða burtu sjálf-
ur, áður en vor kæmi, svo eg dæi ekki i hori. Hún
sendi mér 1)oö með Þorsteini til baka, að eg skyldi
fara með honum í vor, þegar hann færi alfarinn
upp yfir, en presti sendi hún mergjað bréf og sagð-
ist taka mig burt frá honum. Þegar hann fékk
bréfið varö hann óður, flaug fram í búr til systur
minnar og sagði henni, hún þyrfti ekki að skammta
mér lengur, því eg ætti að fara meö Þorsteini mín-
um góða uppyfir, en eg sagöist skyldi fara strax,
nótt sem dag, sama sagöi og Þorsteinn, ef hann
léti okkur ekki í friði. Leið svo fram veturinn aö
jólum, að hann var heldur styggur viö mig, þegar
hann var aö kenna mér latinu-hrakiö, þá fékk eg
opt kjaptshögg. Á þorranum bar það til eitt kveld,
þegar við vorum komnir fram á skálalopt aö hátta,
að viö heyrðum andardrátt niöri í skálahorninu
fyrir innan kvarnirnar. Þá stóð fullur koppur upp
yfir. Eg bað Þorlák að steypa úr liönurn, en
hann baö fjandann gera það, en við settum fót-
mn í koppinn, svo hann fór niður um gættina. Þá
var sopið hveljur niöri og gengið burt, en Þorlák-
ur sótti koppinn með ljósi. Við gátum til að prest-
ur mundi hafa staðið á hleri eptir vanda. Hlógfum
viö svo aö þessu um kveldið, en um morguninn